Búnaðarrit - 01.01.1887, Side 167
163
væri að vinna snemma á; einkuin á meðan ekki eru til betri
áviunsluverkfæri en almennt gjörist. En hér er sem
víðar, að inulenda reynslu vantar, til pess að geta skorið
rir pessu til hlítar.
Margir pynna áhurðinn út í vatni, gjöra hann lag-
arkenndán og bera hann pannig á. p>essi aðferð er góð
að pví leyti, að áburðurinn er fljótari að verka; pví að
liann er mikið hetur undirbúinn fyrir jurtirnar ogkem-
ur pví fyr að notum. Enn fremur missast efni áburð-
arins mikið síður; pví að ef lögurinn er borinn á píða
jörð, sem sjálfsagt verður að gjöra, pá bindur jarðvegur-
inn efnin pegar. Aburðurinn kemur pví að betri not-
um en ella, eða meiri taða fæst fyrir hverja pungaein-
ing lians. En pað er nokkuð að athuga við petta, enda
hefir sumum orðið illa hált á pví. J>að er áður sagt,
að lagaráburður sé fljótur að verka, af pví að 'nann væri
í pví ásigkomuiagi, að jurtirnar gætu pegar notað hann.
Sökum pessa verða jurtirnar proskameiri og skjóta út
lengri rótum. Fyrir petta verða pær sterkari og geta
pví, ef svo mætti að orði kveða, neytt jarðveginn til
pess að opna öll sín forðabúr. J>að hefir villt menn, að
peir hafa séð, að betur heflr sprottið undan áburðarlegi
en föstum áburði, en eigi gætt pess, að áburðarlögur
var oft að mestu eða öilu eyddur að haustinu, 1 stað
pess, að fastur áburður geymist vanalega í jarðveginum
að nokkru til lengri tíma. Jarðvegurinn heíir pví verið
meira úttæmdur en ella, og hefði pví purft að fá meiri
áburð næsta ár en vanalega. J>essa hefir pó oft ekki
verið gætt, en í stað pess borið minna á, af pví að
lagaráburður liefir verið álitin betri eins og mátti. Hafi
svo pessari aðferð verið haldið áfram, pá liefir jarðveg-
urinn í túnunum verið svo úttæmdur eftir örfá ár, að
pau hafa að miklu liætt að spretta, og mosi liefir kom-
ll*