Búnaðarrit - 01.01.1887, Síða 168
164
ið fram í þeim. J>að verður því að gæta þess, að þeg-
ar lagaráburður er notaður, heimta jurtirnar meira af
jarðveginum; en því meira sem heimtað er, því meira
verður að veita í staðinn. Orsökin liefir því legið í því,
að eigi hefir verið borið nógu mikið á. En eigi er gott
að bera svo mikið á af lagaráburði í einu, að trygging
sé fyrir, að jarðveginum sé ekki ofboðið, ef sömu aðferð
er haldið ár eftir ár. Bezt væri því, ef hægt væri, að
hreyta föstum áburði yfir túnin snemma að haustinu,
en bera svo á þunnan lagaráburð, þegar dálítill gróður
er kominn á vorin. En þar sem ágæt rækt er í tún-
um, er óhætt ár og ár í senn, að bera eingöngu á lag-
aráburð; því að þá hefir jarðvegurinn svo mikið fyrir-
Jiggjandi, að rétt er að heimta endrum og sinnum meira
af honum en það, sem rrti er látið. Bezt er að bera
lagaráburð á í rigningu; því að þá þvost efnin betur
niður í rótina, og setjast síður að á jurtunum. J>að
getur og verið mjög varasamt að bera sterkan lagar-
áburð á þura jörð; því að þá er hætt við að jarðveg'-
urinn brenni.
Mörgum hefir orðið hált á því, að sléttur hafa
brugðizt með grasvöxt, þótt þær hafi sþrottið vel fyrstu
árin eftir að sléttað var. Orsökin liggur þá oftast í því,
að ekki hefir verið gætt að bera nægilega á. J>egar
sléttað er, er jarðvegurinn losaður, og oftast er einnig
borið undir þökurnar. Fyrst í stað er því oftast næg-
ur áburður í jarðveginum, og jarðvegurinn er svo laus,
að loftið nær vel að verka á hann. Eyrstu árin vant-
ar því oft engin skilyrði. Grasvöxtur verður mikill, og
jurtirnar senda út langar og sterkar rætur, svo að þær
geta vel dregið til sín næringu úr jarðveginum. Ef ekki
er því hirt um, að bera vel á slétturnar, þá úttæmist
jarðvegurinn fljótt; og sökum þess, að jurtirnar voru
sterkbyggðar, þá er jarðvegurinn mikið snauðari af jurta-