Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 170
166
séu vel hæfir til áburðar á tún fyrri en eftir 2—4 ár.
|>ar á móti má nota þá fyr í matjurtagarða og sléttur
undir þökur; því að þar geta efnin liaft tíma fyrir sér
til að fúna betur og uppleysast.
Yið sjó hagar víða svo til, einkum þar sem útræði
er, að mikið og gott efni fellur til í safnhauga, svo sem
þang, þari og fiskúrgangur; það er að segja, ef það er
ekki notað til gripafóðurs. I þangi og þara er að til-
tölu mikið af kalí, en í innýflum úr fislci mikið af
holdgjafa og dálítið af fosfór; og í fiskibeinum er mikið
af kalki (kalsíum og súrefni) og fósfórsýru, og nokkuð
af holdgjafa. Ef svo öllu þvagi og þvottaskólpi, sem
til fellur, er hellt yfir haugana, þá veitist mikið af kalí
og holdgjafa með þvaginu, sömuleiðis töluvert af fósfór-
sýru og lítið eitt af kalki; og með þvottaskólpinu veit-
ist kalí, af því að töluvert er af kalí í grænsápunni,
sem vanalega er höfð til þvotta. Ef einnig öll aska,
sem til fellur, er sett saman við, þá fæst nokkuð af
kalki og fósfórsýru, og lítið eitt af kalí. ]par sem skelja-
sandur er til, væri einnig gott að setja hann saman
við, einkum ef safnhaugaáburðurinn er ætlaður í mat-
jurtagarða eða i sléttur; en í skeljasandinum er mikið
af kalki. |>annig sést, að með þessu móti er hægt að
veita sér nægð af öJlum þeim efnum, sem einkum þarf
að veita jurtunum með áburðinum. Ef þess er gætt,
að moldblanda haugana vel, þá missast efnin ekki að
mun á burtu, og í moklinni sjálfri er einnig ætíð meira
eða minna af jurtanærandi efnum. Með þessu er því
hægt að afla sér liins bezta áburðar. Margt fleira mætti
og telja, sem hægt væri að nota til áburðar við sjávar-
síðuna. J>að er t. a. m. oft þegar lítið er um fisk, að
krossfiskar og ýnis fleiri kvikindi eru nær því á hverj-
nm öngli. Ef þetta væri hirt og borið í safnhauga, þá
getur það orðið góður áburður. Og þegar bátar eru