Búnaðarrit - 01.01.1887, Side 186
182
Athugasemdir við sltýrslurnar.
1 skýrslunni úr Ashreppi eru talin 231 dagsverk undir aðrar
jarðabætur. I frumskýrslnnni stendur aö 29 dagsv. hati gengið
til byggingar á heybandsbrú, ;og 202_dagsvérk til heyhlfiðubygg-
ingar og aðgjörða á skurðum og gfirðum. En |>ar sem iiost bún-
aðarfélögin telja eigi með hlöðubyggingar, þá á eigi við, að gjöra
það nokkurs staðar. 1 nefndri skýrslu var þó eigi hægt að sleppa
þvi, sökum þess, að eigi var sórstaklega tekið fram, hve mörg
dagsv. gengu til hlöðubygginganna, en auðséð er á skyrslunni, að
þau inuni vera nær 200; því að á einum bæ eru 150 dagsverk
talin, sem gengu til einnar hlöðu. Lætur því nærri að rétt hefði
verið að telja alls um full 700 dagsv. í Áshreppi; enda er auð-
sætt á fjárveitingunni, að amtsráðið fyrir norðan og austan hoiir
eigi tokið tillit til hiööubygginga, þar sem þær voru tilfærðar,
sem var og rétt gagnvart þeim búnaðarfélögum, er töldu þær
eigi með.
1 nokkrum skýrsluin var getið um breidd og hæð á varnar-
görðum, og breidd og dýpt á varnarskurðum. Til þess er þó
eigi bein þörf, og þess vegna er þvi sleppt hér; því að breidd
varnargarða og breidd og dýpt varnarskurða er ekki ætíð trygg-
ing fyrir varanleik þeirra, heldur hvernig frá verkinu er gengið.
Annað er það, að til þoss að garðar veiti fullkomna vörn, svo að
megi telja þá til jarðabóta, verða þeir alls staðar að hafa svipaða
hæð; hið sama gildir með varnarskurðina, að þeir verða alls
staðar að hafa líka breidd og dýpt. Enn fremur er í sumum
skýrslunum bæði taldir varnarskurðirnir og garðarnir mcð fram
þeim Slikt er þó ekki rétt; því að það getur gefið hugmynd
um helmingi meiri vörn, en vörnin er í raun og veru. þess
vegna hefir hér verið sleppt að telja garðana með fram skurðun-
um; því að þar sem þeir eru, liefir vinna sparazt við skurðina,
það er að segja garðurinn veitir þá vörn, sein vautar upp á, að
skurðurinn veiti fulla vörn. I stöku skýrslum hctir einnig ekki
verið getið, hvort vörnin haíi verið fyrir tún eða engjar, þar
sem svo er, hefir hér verið fylgt því, að telja varnargarða fyrir
túni, en varnarskurði fyrir engi; en það er að eins fyrir hend-
ingu, hvort það hefir orðið rétt. — í skýrslu Hrafnagilshrepps
stendur, að flóðgarðar hafi vorið 5 fet á breidd og G tet á hæð.
Slíkt verður þó að álitast misskrifað, og þvi var hér breytt um
tölurnar eins og sést í skýrslunni; því að moð þvi móti eru
garðarnir lilaðnir eftir réttuin reglum, on ef breiddin hefði verið
5 fet en hæðin G fet, þá væru garðarnir mjög ótryggir. — 1