Búnaðarrit - 01.01.1887, Síða 193
Skýrsla um súrheysverkun.
Frá Kristni Magnússyni bónda í Engey.
Yorið 1885 útbjó eg súrheysstæði þannig, að eg
þiljaði sundur heyhlöðu með plægðum horðum, og hafði
þeim til stuðnings, að baka til, tvær slár þvert yfir
hlöðuna. petta afþiljaða rúm var 7 fet á hæð á vegg-
lægjur; en niður við gólfið 5 álnir á livern veg; að ofan
lítið eitt víðara eða nálægt 4 þuml. á livern veg. Á
tvo vegu voru veggir úr torfi og grjóti ekki vel sléttir,
en á einn veg var veggurinn sléttur og hlaðinn ein-
göngu úr torfi. Gólfið var moldargólf. J>egar byrjað
var að slá, 1. ágúst, var allur arfi og það gras, sem
næst var bænum, tekið til súrsunar, og súrheysrúmið
fyllt. Heyið var sett sem jafnast niður og jafnframt
troðið, og 3 skpp. af salti settar í það, sem var fjór-
um sinnum dreift yfir. J>á var vel skarað torf lagt yfir
heyið og þar á ofan voru borð lögð þétt hvert að öðru,
en ofan á þau voru sett tvö lög af grjóti l1/* fet á
þykkt. Eftir 14 daga tók eg ofan af súrheyinu, var þá
dálítil velgja í því en engin súrlykt. J>á fyllti egrúm-
ið aftur á ný með arfa og ýmsu öðru illgresi ; saltaði
heyið og gekk að öllu leyti frá því, sem fyr segir. í
lok ágústmánaðar var enn tekið ofan af heyinu. Yar
þá lítið eitt til af há og byggstöngum, sem var síðast
sett ofan á, og rúmið þá fyllt sem auðið varð. Enn
fremur var heyið saltað sem fyr, og höfðu þá alls geng-
ið til þess 6 skpp. af salti. |>að heymagn, sem þá var
komið í súrheysrúmið, var sem næst 36 hestum af
þuru heyi. Af há og því, sem hey gat talizt, var ná-
lægt '/a parti; liitt var arfi og rusl úr görðum, sem á
annan hátt verður aldrei að verulegum notum. Yiir