Búnaðarrit - 01.01.1891, Qupperneq 12
8
yfir höfuð, en það er eitt atriði, sem jeg ætla dálítið að
tala um, eitt atriði, sem mikið hefur verið talað um í
sambandi við uppblásturinn, og það eru slwgarnir. Það
er eyðilegging skóganna, sem margir, einkum sjera Jón
Bjarnason, hafa lagt sjerstaka áherzlu á, þegar þeir
hafa talað um uppblástur landsins, og það er líklegt, að
eyðilegging skóganna sje verulegasta atriðið, sem þeir
geta bent á máli sínu til stuðnings.
Það er auðsætt af sögunum, að landið hefur verið
mjög skógi vaxið á landmámstíð, enda má sjá það af
þeim leifum af gömlum birkitrjám, sem finnast svo víða
í mýrum og öðrum jarðlögum. Það lítur jafnvel svo
út, sem meiri hlutinn af því landi, sem nú er byggt,
hafi þá verið skógi vaxinn. „f þann tiþ vas Island viþi
vaxit á miþli fialls oc figro“, segir Ari prestur fróði.
Þótt skógarnir liafi verið víðáttumiklir á landnámstíð,
þá mun þó óhætt að fullyrða, að þetta sje nokkuð orð-
um aukið, enda er það allvíða í mýrum, að eigi finnast
neinar leifar af skógi, þár sem þeir þó hlytu að finnast,
ef þar hefði verið skógur á landnámstíð. Búm 200 ár
voru liðin frá því laud byggðist, þegar Ari fróði skrif-
aði íslendingabók; þetta gat því auðveldlega aukizt í
sögninni á svo löngum tíma. Mönnum hefur og jafnan
orðið það, að hugsa sjer allt betra og fegurra í fyrri
daga en það er á þeirra dögum. í Landnámu er þess
getið, að skógurinn í Botnsdal hafi verið svo stórvaxinn,
að hafskip hafi verið smíðað úr honum1. í Svarfdælu
er þess og getið, að skip liafi verið smíðað úr íslenzk-
um viði í Svarfaðardal2. Það má telja alveg víst, að
þessar sagnir sjeu eigi rjettar. Birkiskógarnir lijer á
landi hafa aldrei verið svo stórvaxnir, að haffær skip
1) íslendinga sbgfur I, 47, 2) ísl. fornsögur III, 43,