Búnaðarrit - 01.01.1891, Qupperneq 28
24
lieyrt suma bændur, sem búa á skógarjörðum, óska, að
allur skógurinn væri gjörsamlega upprættur vegna þess,
að hann eyðileggi svo ullina á sauðfjenu. En þetta er,
vægast sagt, meira en lítil skammsýni.
Hið annað atriði, sem kemur til greina, þegar talað
er um eyðileggingu skóganna, er það, hversu mikið þeir
hafa verið notaðir til beitar. Sjerstaklega er það skað-
legt, að fje gangi í skógi á vetrum, þegar snjór er mik-
ill og haglítið, því þá bítur það einkum skóginn, er það
hefur lítið annað; bítur það þá efstu frjóangana eða
knappana af hríslunum, einkum ungviðinu. Þetta hef-
ur opt þær afleiðingar, að hríslan missir lífskrapt sinn
og visnar, og þótt hún gjöri það eigi, þá getur hún eigi
hækkað, þar sem hún hetur misst endaknappana. Knapp-
arnir myndast jafnan á haustin, og af þeim myndast
svo greinar, og framlengingar greinanna og stofnsins
næsta sumar. Það er því auðsætt, að þegar endaknapp-
arnir eru farnir, getur hríslan eigi lengzt. Þeirknapp-
ar, sem eptir eru, eða sem fjeð eigi bítur af, eru vana-
lega liinir neðri hliðarknappar; hríslan getur því með
nýju sumri fengið hliðargreinar neðan til á stofninum,
og hinar neðri greinar geta lengst, en hríslan getur eigi
bækkað. Þegar því skógar eru mjög beittir, hlýtur það
að hafa þær afleiðingar, að trjen verði lágvaxin og krækl-
ótt. Þegar þeir svo verða fyrir þessari meðferð, kyn-
slóð fram af kynslóð, þá leggst þetta vaxtarlag í ættir,
— skóginum verður þá einmitt eðlilegt. að vera lág-
vöxnum og kræklóttum; þeir mundu verða það að minnsta
kosti um langan aldur, þótt hætt væri að nota þá til
beitar. Að minni ætlun er þetta aðahrs'óltin til þess, að
skóffarnir eru ordnir talsvert smávaxnari off lcrœhlóttari
en þeir hafa verið fyrrum. Þegar haglaust er, og ekkert
stendur upp úr klakanum og snjónum nema skógurinn,