Búnaðarrit - 01.01.1891, Qupperneq 30
21»
inn, ætti aldrei að höggva ungviði og helzt aldrei þær
hríslur, sem eru með fnllum lífskrapti, lieldur að eins
þær, sem farnar eru að visna, og um fram allt ætti að
varast að höggva auð rjóður. Það er og nauðsynlegt
að varast það, þegar trje eru höggvin, að höggva þau
svo, að vatn geti sezt í sárið og spillt rótinni; því er
það mjög skaðlegt, sem þó er tíðast, að sárið myndi tvo
íieti, er háðir hallast inn að miðjunni. Það ætti því
jafnan að höggva svo, að sárið myndi sljettan hallflöt,
— sljetta sneiðingu, eða öllu helzt svo, að sárið verði
kjölmyndað, — myndi tvo fleti, er báðir hallast út frá miðj-
unni; yrði þá að höggva stofninn tveim megiu á snið upp
á við. Það er og skaðlegt, að stúfurinn, sem eptir stend-
ur, klofni eða rifni; því ætti að varast að brjóta lirísl-
una af, eptir að höggvið liefur verið inn í miðjan stofn-
inn, því þá er svo hætt við, að stúfurinn, sem eptir
stendur, klofni; hleypur þá vatn í rifuna og feygir stúf-
inn og rótina, svo hún verður ófær til að skjóta rótar-
skotum. Þótt varast sje að liöggva aðrar hríslur en
þær, sem farnar eru að visna og fúna talsvert, þá geta
rætur þeirra verið ófúnar fyrir því, og þess vegna er
nauðsynlegt að vernda þær frá dauða. Það væri og
nauðsynlegt, ef unnt væri að koma því við, að jafn-
óðum og hver hrísla er höggvin, væri eitthvað borið í
sárið til að varna fúa, t. d. tjara, enda væri það hvorki
mjög fyrirhafnarsamt, eða tilfinnanlega kostnaðarsamt.
Anna'rs ættu menn að höggva skógana mjög lítið, og
alls ekki nema þær hríslur, sem farnar eru að fúna.
Þar sem skógar eru mjög smávaxnir, hefur það sum-
staðar verið siður að rífa lirísið, en liöggva það eigi.
En slíkt er mjög skaðlegt, því með þeirri aðferð eyði-
leggjast ræturnar vanalega með öllu.
í annan stað ætti að hlífa skógunum sem mest við