Búnaðarrit - 01.01.1891, Qupperneq 33
29
heppnast vel að gróðursetja birki hjer á landi. Það
hefur lítið verið reynt, en þá sjaldan það hefur verið
reynt, raun það optar hafa misheppnazt, og eigi hefur
Schierbeck landlækni tekizt það. Að vísu eru dæmi til,
að það hafi tekizt; þannig getur Eggert Ólafsson um
það í ferðabók sinni1, að þá í næstliðin 100 ár, liafi
staðið stórt birkitrje í Skálholti, sem hafi verið gróður-
sett þar. Eggert getur þess og í matjurtabók sinni2, að
reynt hafi verið að gróðursetja birki fram með tröðinni
á Möðruvöllum í Eyjafirði, en hann talar eigi um, hvort
það hafi heppnazt eða eigi; þó er líkegt, að það væri
kunnugt, ef það liefði náð nokkrum verulegum þroska.
Hinar fáu tilraunir, sem gjörðar hafa verið, til að gróð-
ursetja reyni, hafa heppnazt betur en að gróðursetja
birki.
Að síðustu vil jeg nefna eitt atriði, sem ætti að
knýja menn til að vernda skógana og hlynna að þeim,
og það er það, hversu þeir aulca mikið á fegurð náttúr-
unnar, — liversu mikil prýði er að þeim. Hver mað-
ur, sem hefur næma tilfinningu fyrir hinu fagra, mundi
eigi vilja verða til þess að eyðileggja skóginn á ábúð-
arjörð sinni. Fegurð náttúrunnar er mjög mikils verð;
hún getur jafnan verið kröptug hugvekja um hreinlæti
og velsæmi, og hjá hverjum óspilltum manni getur hún
vakið ást á sveitinni, þar sem hann er alinn upp eða
á heima, og svo á ættjörðinni í heild sinni, og jafnfrarat
verið honum hvöt til dugnaðar og menningar. Meðferð-
in á skógunum er eitt af hinu marga, sem ber vott um
það, að almenningur liafi allt of sljóva tilfiuningu fyrir
1) Bggert Ólafsson og Bjarni Pálsson: Reise igennem Isl. II.
1023.
2) Eggert Ólafsson: Lachanologia eða maturtabók. Kh. 1774,
bls. 112.