Búnaðarrit - 01.01.1891, Side 37
33
reynslan hefur verið svo fátíð og í svo smáum stíl, að
menn eigi hafa átt kost á að reka sig tilfinnanlega
á, þótt menn kunni að hafa misskilið reynsluna, eða
upphaflega hyggt skoðun sina á því, sem engin reynsla
var fyrir; þannig geta ýmsar venjur haldið sjer lengi,
sem að eins eru byggðar á hjátrú. Að miðaverð hluta
við það, hvað kostað hefur að afla vörunnar, er einnig
óáreiðanlegur mælikvarði, því verð hlutanna fer engan-
vegin eptir fyrirhöfninni við að afla þeirra; liafi menn í
einstakt sinn verið mjög heppnir með kostnaðinn eða
hafi menn fengið gefið eða með afföllum nokkuð af því,
er þurfti til að framleiða vöruna, þá er varan jafnmik-
ils virði fyrir því, eins og hún á hinn bóginn er eigi
meira virði fyrir það, þótt menn hafi orðið fyrir óhöpp-
um við að afla hennar; liafi maður fengið 40 þorska 1
einum róðri, þá vill liann fá jafnmikið fyrir þá, og fær
það líka, eins og þótt hann hefði fengið þá í 10 róðr-
um; það er helzt þá, þegar afla má, hvenær sem er,
svo mikils sem vill af einhverri vöru, og vita má kostn-
aðinn fyrirfram, að ástæða er til að miða verð vörunn-
ar mest við tilkostnaðinn.
í stað þess þannig að miða verð þeirrar vöru, sem
eigi gengur almennt kaupum og sölum við það, hvað
sanngjarnt er talið, þá er jafnaðarlega rjettara að miða
það við það, hvert gagn menn geta gjört sjer að vör-
unni; þó hún sjálf eigi gangi kaupum og sölum, þá get-
ur verið að hún spari manni kaup á öðru; þannig get-
ur mjólk sparað manni kaup á öðrum matvælum, og
eptir því má svo meta verð hennar á þeim stöðum, þar
sem eigi er unnt að selja hana sjálfa; svo geturogver-
ið, að þeirri vöru, sem eigi gengur sjálf almennt kaup-
um og sölum, megi verja til að framleiða aðrar vörur,
Búnaðarrit. V.
3