Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 46
42
greinarmun á því, livað er gagnsliundur eða ekki, og
liætt við, að sitt sýnist hverjum með það.
Jeg hef mjög gagnstæða skoðun við flesta aðra á
þessu máli; því að jeg álít heppilegast að árlegur skatt:
ur af hverjum gagnshundi sje 5—10 kr., og renni gjald-
ið á sama liátt og hinn núverandi lögskipaði hunda-
skattur. Hvað gjald af óþörfum hundum ætti að vera,
geng jeg fram hjá að sinni; því að ef hundaskatturinn
yrði svona hár, þá myndi eigi verða margt af þeim.
Pað eru einnig fleiri hundar þarfir en fjárhundar. Vel
vaninn hundur er í raun og veru aldrei óþarfur; liann
getur verið skothundur, varðhundur, ferðahundur til að
reka liesta eða þræða vegi í dimmviðrum. Sömuleiðis er
liægt að hafa hunda til ýmsra snúninga, smásendiferða, leita
uppi týnda muni o. fl.
Jeg geng að því vísu, að sumum muni þykja þessi
hundaskaftur sú óliæfa er engri átt gegni, fyrst tveggja
króna hundaskatturinn varð fyrir jafnmiklum mótmæl-
um sem hann varð. Jeg býst því ekki við bráðum breyt-
ingum í þessu efni, en eins er með þetta og annað, er
umbóta þarf, að það verður að skoðast vel frá öllum
hliðum áður en breytingin næst. Væri því óskandi, að
búið væri að ræða þetta mál, svo að hægt yrði að taka
það fyrir á þingi 1893.
Þess verður vandlega að gæta, að þótt hundaskatt-
urinn sje eins liár og hjer er gjört ráð fyrir, þá aukast
gjöldin ekkert í hverju sveitarfjelagi; því aðönnurgjöld
fara jafnt minnkandi sem iiundaskattinum nemur. Samt
sem áður er það nægileg hvöt fyrir einstaklinginn, að
hafa sem fæsta hunda, til að bera sem minnstan hluta af
gjöldum sveitarfjelagsins. Bkkert sveitarfjelag nje þjóð-
in í heild getur því liaft óhag af liáum hundaskatti, en
á hinn bóginn getur leitt mikinn þjóðarhag af því, að