Búnaðarrit - 01.01.1891, Page 59
55
hjá þeim sjálfum ýmislegt, er lýsir mikilli hugsun hjá
þeim. Tryggvi fór ásamt öðrum manni vestur á fjöll
í eptirleit. Fundu þeir lömb úr Fnjóskadal og vildu
því eigi reka þau til Bárðardals, heldur fór Tryggvi
með þau norður drög til Fnjóskadals. Um kveldið í
niðamyrkri rak Tryggvi lömbin niður eptir Timburvalla-
dal og dró hann skíði á eptir sjer. Eitt sinn fór hann
niður að ánni að fá sjer að drekka, en sökum þess,
hve þreyttur hann var orðinn, var hann svo sljófur, að
hann gleymdi skíðunum. Hann hjelt svo spölkorn áfram,
en þá heyrir hann að hundurinn geltir inn í dal. Tryggvi
kallar á hundinn, en liann gegndi ekki, heldur hjelt áfram
að gelta. Svo heldur Tryggvi leiðar sinnar, en þá veit
liann eigi fyr til, en hundurinn ldeypur, aptan á liann,
tekur í treyjuna og vill draga liann til baka. Tryggvi
gætir þess þá, að skíðin vanta og segir liann hundin-
um að finna þau. Garmur hleypur þá til skíðanna og
geltir þar, unz Tryggvi var komiun til þeirra, og sagð-
ist hann hafa misst skíðanna, ef hundurinn hefði eigi
hjálpað upp á sakirnar.
Um veturinn ljet Tryggvi Garm sitja milli fjár-
hópa, þegar hann snjógaði fje, og sitja í dyrum fyrir
sig, og var seppi mjög áreiðanlegur við þetta.
Vorið eptir fór Tryggvi í Hólaskóla. Ljet hann
þá Ingólf Kristjánsson á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal
liafa Garm. E>ar reyndist hundurinn mjög vel um sum-
arið. Eitt sinn um haustið var komið úr fjallgöngum
og var ákaft hvassveður. Kristján bóndi Ingjaldsson á
Hallgilsstöðum var með í ferðinni. Hafði hann nýjan
8 króna hatt á höfði, sem liann missti út í veðrið, svo
að hann livarf sjónum þeirra. Garmur þaut þegar á
eptir hattinum og kom nokkru síðar með hann ó-
skemmdan.