Búnaðarrit - 01.01.1891, Page 60
56
Þannig sjezt á mörgu, að vænn hundur getur á
margan hátt unnið mikið gagn.
Síðar, þetta sama haust, veiktist Garmur í fæti.
Það var búið út hvílurúm fyrir hann, honum hjúkrað
sem bezt og ýmislegt reynt honum til lækninga; en
ekkert dugði. Fóturinn visnaði upp og kreppti. Hund-
uriun lifði svo ár eptir þetta, en náði aldrei heilsu.
Það er langt frá því, að jeg álíti, að jeg hafi fundið
hina heppilegustu aðferð við að venja Garm; en hann
hafði útlit fyrir að vera vel hygginn; hann var mjög
auðsveipur í lund og fjörugur, og því mikið auðveldara
að venja haun en marga hunda.
Fjármenn verja þeim tíma vel, sem þeir nota til að
venja hvolpana sína. Enda vinna þeir ekki fyrir gíg;
því að vel vaninn hundur er ekki hátt metinn fyrir
50 krónur. — Jeg hef sjeð einn skozkan hund, er keypt-
ur var fyrir 1800 krónur.
Fjármenn ættu líka að muna að vera góðir við
hundinn sinn og sjá um, að liann sje ekki svangur.
Það er með hundana sem aðrar skepnur, að það er ekki
einungis skyldugt að fara vel með þá gagnvart þeim
sjálfum, heldur líka gagnvart sínum eigin hagsmun-
um.