Búnaðarrit - 01.01.1891, Side 66
62
meltingarfærin veiklast og sýkjast, hlýtur blóðkeríið og
blóðið við það að líða, þar eð það hefur frá meltingar-
færunum viðhald sitt og næring. Þetta þó í rauninni
þýðingarmikla atriði verðum vjer hjer að svo stöddu að.
láta liggja milli hluta, því oss vantar nægilega dýra-
læknisfróða menn að skera úr því. En í rauniuni
er það hjer ekkert höfuðatriði að fá sjúkdóminn skírð-
an þessu eða hinu nafni, og þá eptir sem næst útlendum
sýkjum, svo sem að bráðafárið sje tegund af „typhus“ eða
„Miltbrand-ApopIexie“ o. s. frv., lieldur hitt, að læra
að þekkja hann í sjálfu sjer og finna rætur hans og
orsök. Eins og kunnugt er, búa útlendir, bæði Skotar,
Norðmenn, Saxar og fl. undir bráðafári bæði í naut-
gripum sínum og sauðfje (Rinderpest, Schafpest), sem
vissulega svipar mikið til bráðasóttarinnar lijer, en er þó
tæplega nokkurn tíma hin sama sýki eða í sömu
mynd sem hjer; þar er að vísu lakastýflan og vinstr-
arplágan auðsæ á skepnunni slátraðri og uppskor-
inni, en bæði er það, að þessi veiki hjá þeim er alls ekki
eins bráð (acut) sem fárið hjer, stendur ætíð yfir nokkra
daga, og svo fylgja henni ýms önnur sjúkdómseinkenni, svo
sem hósti, flóð af augum o. s. frv., er hjer aldrei merk-
ist, og eins er um iniltisbrunann. Á þeim og þeirra
ritum um þetta virðist því heldur lítið að græða fyrir
oss, þótt samanburðurinn sje fróðlegur, einkum þar eð þeir
hafa ekki heldur fundið nein óyggjandi meðul við þess-
um líku sýkjum hjá sjer, eða liöfuðlyf þeirra eru sum-
part hin sömu, sem hjer hafa ráðlögð verið af lækn-
um vorum, en þó vil jeg þegar hjer geta þess, að þau
lyf, sem mest er haldið fram og treyst hjá þeim,
bæði í miltisbruna og sauðfjárpest, eru, eptir þeim bók-
um, sem jeg hef kynnt mjer, mercurial-lyf (Calomel) og
svo kreosot og einkum saltpjetursýran (acid. nitri), ef