Búnaðarrit - 01.01.1891, Page 67
einhverjum, sem hægt eiga að ná til lyfjabúða, kæmi
til liugar að reyna þessi lyf hjer við bráðafárinu, með
læknisfyririrsögn um brúkunina; slíkt raundi aldrei til
spilla, og skeð gæti jafnvel, að meðal yrði þannig fund-
ið, þótt af handahófisje, sem í öllu falli yrði til að draga
úr veikinni eða jafnvel lækna fieiri eða færri kindur.
Að öðru leyti er það ætlan mín, að lyf þau og
ráð, sem sjer í lagi þeir Hjaltalín sál. og Snorri dýra-
læknir hafa ráðlagt svo eindregið í ritgjörðum sínum, —
svo sem chlor-reykingin í fjárhúsum, og þar sem kind-
ur eru gerðar til, tjöru- og brennisteinsreyking, kar-
bólsýra bæði til varnarinntaka og lækninga, klór-
vatn, og svo glaubersaltið sem varnarmeðal og salt yfir
höfad í fóðri fjár o. s. frv. sem alt má lesa í bókum þeim,
er vjer höfum nefnt, og ritgjörðum eptir þá o. fl. — hafi
hvorki verið reynd eins almennt og svo til þrauta, sem
vert er, og ekki heldur með þeirri nákvæmni og að-
gætni, sem skilyrðislaust þarf að vera, ef til nokkurrar
hlítar duga skal, og á meðan svo er ekki gjört, er
þýðingarlaust að vera að koma með enn fleira meðala
kyns nýtt við fárinu; af karbólsýrunni sjer í lagi
og sömuleiðis saltpjeturssýrunni hefi jeg að minnsta
kosti nokkra von um góðan árangur, sem lyfjum við
bráðafárinu, þegar líka þess er gætt, að einmitt karból-
sýran hefur allmikið í sjer af lyfinu kreosot, sem }>ýzk-
ir og hollenzkir læknar hafa sterklega haldið fram
gegn þeirri pest í nautgripum, sem einna líkust er
bráðafárinu. En á liinar blóðþynnandi og þarmahreins-
andi verkanir Grlaubcrsaltsins ætti ekki að þurfa að
minnast hjer, þær eru öllum þorra manna kunnar og
virðist ekkert lyf af sjálfu sjer vera hentugra handa
fjenu til varnar stýflunum í innýflunum og hinu þykkn-
andi blóði, er virðist fylgja visnun og fölnun jurtanna