Búnaðarrit - 01.01.1891, Síða 76
72
fjáreigendur ríkt eptir þvi við menn sína og aðra, enda
gjöri sig ekki seka í sjálfir. Fjárhundur betri enginn
en eltinn mjög og svæsinn, og líkt mætti um smalana
segja, sem hundbeita mjög fjeð. — Fyrir allt útigöngu-
fje skyldu vera aðheldi eða skýli stærri og minni, fleiri
og færri eptir kringumstæðum, og eins með sjó. Bezt
væri að taka upp snotru kringlóttu fjárborgirnar gömlu
í úthögum öllum, eða byrgi með veggjum á 3 hliðar og
góðu þaki yfir, sem jafnframt eru hentug og kostnað-
arlítil.
í 1. tbl. Þjóðólfs þ. á. hjet ritstjóri Jiess blaðs 60 kr. verá-
Iaunum fyrir beztu ritgjörð, er honum bærist til birtingar í blað-
inu, um bráðapestina og varúðarreglur gegn henni. Eptir beiáni
hans voru síðan kosnir 3 menn á fundi Búnaðarfjelags Suðuran-.ts-
ins 6. júli þ. á., til að yfirfara ritgjörðir þær, sem blaðinu bærust
um þetta efni; voru til þess kosnir yfirkennari Halldór Kr. Frið-
riksson, læknaskólakennari Tómas Hallgrímsson og alþingismiður
Þorlákur Guðmundsson, og dæmdu þeir ofannefnd verðlaun ritgjörð
þeirri, sem prentuð er hjer að framan. Hún er eigi birt í Þjóðólfi,
eins og uppbaíiega var til ætlast, heldur í Búnaðarritinu, bæði
vegna þess, að í því á hún bezt heima, og er nokkuð löng sem
blaðagrein. Um leið og dómnefndin mælir með því, að höfundur
hennar fái verðlaunin, segir hún meðal annars um rítgjörðina í áliti
sínu, að sjer virðist af öllum ritgjörðunum, sem voru 7 að tölu,
þessi „bæði skipulegust og víðtækust, og j'fir höfuð fjölskrúðugust,
enda telur böíundurinn þar nær allt upp, sem í hinum ritgjörðun-
um er talið að til varnar gæti orðið bráðapestiuni; þykir oss og
— segja þeir enn fremur — hún lýsa beztri og mestri umhugsun
um málið, og enda þótt oss J>yki sem fleira mætti til tína sem ráð
til að draga úr bráðapestinni, þá hikum vjer oss eigi við að telja
hana bezta af þessum 7 ritgjörðum".