Búnaðarrit - 01.01.1891, Síða 78
74
fundum ætti að leiða. — Þvi næst var gengið til at-
kvæða, og kosinn fundarstjóri, og varð Ólafur dbrm.
Sigurðsson kjörinn til þess; Ijet hann þá kjósa vara-
fundarstjóra og 2 skrifara, og fjellu kosningar þannig:
að Þorvaldur Arasen var kosinn varaf.stj. með 8 atkv.
Jósef J. Björnsson — — skrifari — 8 —
Albert Kristjánss. — — skrifari t. v. — 8 —
Fundurinn tók þá til starfa og voru eptirfylgjandi
málefni tekiu til umræðu:
1. Um Búnaðarsýniugar.
Hermann skólastj. Jónasson bar þá uppástungu fram,
að á yrði komið búnaðarsýningum hjer í sýslu, og helzt um
land allt þannig, að þær verði haldnar annað eðaþriðja
hvort ár, og að landssjóður fengist til ásamt sýslusjóð-
unum að leggja fram fje það, sem til þess þyrfti, að
koma þeim á. Lagði hann helzt til, að alþingi væri
beðið um 100 kr. styrk árlega til hverrar sýslu áland-
inu, en sýslusjóðirnir legðu svo fram það, sem á þætti
bresta.
Út af þessu urðu talsverðar umræður, og mæltu
þeir Þorvaldur Arasen, Jósef J. Björnsson, Jónas Jóns-
son o. fl. fast með því, að reynt væri að þoka máli þessu
áleiðis, allt það er verða mætti, með því auðsætt væri,
að engin öflugri framfarahvöt fengist fyrir bóndann en
búnaðarsýningar, og þó einkum sýningar á lifandi pen-
ingi. Eptir allangar umræður var því samþykkt í einu
hljóði.
1. Að fela fundarstjóra og skrifara að rita til al-
þingis brjef með beiðni um fjárstyrktil búnaðarsýninga,
er svari 100 kr. á sýslu hverja á landinu árlega, og
enn fremur var þeira falið, að rita áskorun til þingmála-
fundar þess, er lialda skal á Sauðárkróki 18. þ. m., um