Búnaðarrit - 01.01.1891, Side 113
109
þær í kjallara, en raeiri hlutann af þeim Ijet jeg vera
kyrran í jörðunni, til að vita, hvort það væri satt, sem
sagt var, að þær væru „fullkomlega vetrarharðar" þær
stóðust þessa tilraun ágætlega vel. Síðastliðinn vetur
hefur verið hjer um sveitir einhver hinn harðasti vetur,
sem menn muna, bæði miklu frostameiri og óstöðugri
en venjulegt er. Ymsar plöntur, sem venjulega lifa vet-
urinn yfir, t. d. pastinak og scorzonrœtur, frusu og
dóu út af. Jeg gerði mjer því ekki miklar vonir um
liinar japönsku plöntur mínar. Þegar þíður fór að gjöra
og jörð að þiðna, fór jeg að gá að þeim, og viti menn,
þær lifðu góðu lífi, og meira að segja, þótt frost væri
enn í jörðu, voru hnúðarnir farnir að „spíra“, spírurn-
ar orðnar 1—2 þum!. Meira þurfti jeg ekki, til að sjá,
hve vel þær þoldu kuldann. Að hnúðarnir spiruðu, þótt
frost væri enn í jörðu, sýnir einnig, að það verður að
setja þær snemma niður“.
Öðrum skýrslum ber og saman við þetta, og meðal
annars sagt í þeim, að bezt muni vera, að taka ekki
upp að haustinu þær plöntur, sem ætlaðar eru tíl út-
sæðis árið eptir. Plöntur þessar gefa margfaldan ávöxt,
hver linúður um 60 nýja hnúða, og vaxa í flestum jarð-
vegi. Hnúðarnir, sem eru áþekkir kartöplum að lögun,
eru næringarmiklir og Ijúffengir.
Vissulega væri það ómaksins vert, að gerðar væru
tilraunir með plöntu þessa hjer á landi; væri þá sjálf-
sjálfsagt bezt að fá hana frá Noregi, og mætti þá lík-
lega fá hana hjá manni þeim, sem skrifað hefur áður-
nefnda skýrslu í Norsk LandmandsUad; utanáskrift til
hans er þannig: Ingebr. Anda. Klep. Jœderen. Norge.
Fjárflutningur til Englands. í Noregi eru land-
búnaðarráðgjafar (iandbrugskonsulenter) skipaðir og