Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 114
110
launaðir af opinberu fje, til þess að gefa leiðbeiningar
um ýmislegt, sem lýtur að landbúnaði. Einn þeirra var
í fyrra gerður út til Englands, til að rannsaka, hvern-
ig markaður væri á Englandi fyrir norskar landbúnað-
arvörur. Hann dvaldi þar frá því í maí 1890 þangað
til í janúar þ. á. Úr skýrslu hans um dvöl sína þar
getur einkum snert oss íslendinga það, sem hann segir
um fjárflutning til Englands, og er þess vert, að al-
menningur hjer á landi fái að vita það. Hann segir, að
frá Noregi hafi eigi flutst mikið af fje til Englands, ekki
nema nokkrar þúsundir á ári, þangað til 1889; þá voru
þaðan flutt rúml. 44,000 fjár til Englands. En það ár
var margt af þessufje rýrt, svo að norsktfjefjekk held-
ur slæmt orð á sig. Það er áríðandi, segir hann, að
senda ekki nema vænt fje, því að allur kostnaður, flutn-
ingsgjald, fóður, sölukostnaður o. s. frv., er jafn á hverri
kind, hvort sem hún er rýr eða væn, en verður tiltölu-
lega miklu meiri á rýra fjenu, því að verðmunurinn á
rýru og vænu fje á Englandi er miklu meiri, en menn
hafa gert sjer hugmynd um. Fjeð frá Noregi er venju-
lega keypt af bændum á Englandi, sem beita því á
graslendi og í rófugarða og gefa því með kröptugt fóð-
ur 2—4 mánuði, þangað til það er orðið nógu feitt til
að seljast aptur. Einstaka sinnum kemur það fyrir, að
aðrir kaupa fjeð og taka þá á leigu beitiland og rófu-
garða af bændum fyrir hjer um bil 5 pence (37^ e.) fyr-
ir kindina um vikuna, en gefa fjenu sjálfir hið kröpt-
uga fóður, sem gefið er með beitinni. Litil og mögur
kind þyngist ávallt seinna eu stærri kind og feitari, og
þess vegna er gefið tiltölulega miklu minna fyrir lítið
og rýrt fje heldur en stærra fje, einkum ef það er ekki
ungt.
Eins og það er áríðandi fyrir Norðmenn að senda