Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 27

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 27
BÚNAÐARRIT 249 væri meb góðu móti að fá, svo sem sýslubúfræðingana eða aðra hæfa innanhjeraðsmenn. Aðal-reglan ætti svo að vera sú, ab til sýslusýning- anna væri ekki farið með önnur dýr en þau, er á undir- búningssýningu í hreppnum hefðu lilotið hrós eða verð- laun. Með þessu fengist trygging fyrir því, að á sýslu- sýningarnar kæmi ekki annað en sæmilega góð og vel útlítandi dýr. Þetta væri 1 alla staði skemtilegra og líka vafalaust heilladiýgra en það, sem nú á sjer of mikið stað, að bændur komi með stórgölluð dýr og ekki vel með farin á sýningar. Án efa yrðu slíkar sýningar til að glæða tilfinningu bænda — og rjettlátan metnað — fyrir því, að vanda sem mest val og meðferð dýranna, er þeir hafa undir höndum. En undirstaðan undir því, hve vel vinst áfram í þessu efni, er sú; live vel telcst að fá menn til að vilja kappkosta umhœtur. Til þess að sem almennust not verði af sýslusýning- unum, er áríðandi að tíminn til þeirra sje heppilega val- inn og staðurinn vel settur. Takist að velja hentugan tíma, verður aðsóknin meiri en ella, og til sýningarinnar kemur bæði íleira af fólki og sýningardýrum. — Sömu áhrif hefir vel valinn staður. Að slíkum stað verður miklu meiri aðsókn en að öðrum, sem ekki er vel valinn. — En hvorttveggja þetta er svo augljóst, að ekki þarf um það frekar að ræða. Fram að þessu hafa veiðlaun þau, er veitt hafa verið á búfjársýningum vorum verið lítil mjög, ef þau eru borin saman við verðlaun er tíðkast annarsstaðar. Yerðlaun eru tvent í einu. Þau eru viðurkonning á gildi dýrsins sem kynbótadýrs, og stuðningur til þess að halda því áfram til kynbóta. Nú er það vitanlegt, og augljóst öllum, er við það hafa fengist að halda kyn- bótadýr, ab miklu dýrara er að halda karldýr en kven- dýr sömu tegundar. Fyrir þessa sök — meðal annars — er karldýrunum veitt miklu hærri verðlaun en kven-

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.