Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 36

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 36
256 BÚNAÐARRÍT sem jeg veit með vissu aS hafl bygt með þessu lagi var Björn Guðmundsson á Örlygsst.öðum á Skagaströnd (1913). — í kauptúnum vorum hafa allir bygt á sama hátt og fyr. Tróð verið óvíða notað. Steinhúsin þar eru því flest mjög köld og víða raki. Jóh. Fr. Kristjánsson hefir gert nokkrar breytingar á þeirri aðfeið, sem jeg ráðlagði upprunalega. Þær hafa aðallega verið þessar: 1. Þylct veggja hefir verið minkuð. Á fyrsta húsinu, sem hann bygði, voru ytri útveggir að vísu 23 sm. á þykt [83/i"), og innri útveggir 9 sm.; en síðar heflr hann gert útveggi þynnri (minst 8 sm.) og innveggina um 8—10 sm. Ástæðan til þess að gera innveggina þykkri var þá sú, að á þeim hvíldi steinsteypt loft. Út- veggi og innveggi heflr hann bundið saman með járnum með stiku millibili, eða tæplega það, við hverja mótahæð (líkl. rúml. 50 sm.). 2. Steypublönduna heflr hann gert að sama skapi sterkari, sem veggirnir voru gerðir þynnri, og auðvitað að eins notað mjög smágerða möl eða grófan sand ein- göngu í þynstu veggina. Við þetta hefir unnist, að steypan verður tiltölulega vel vatnsheld. Jeg hafði upp- runalega lagt til að blanda 1 : 3 : 5, en sterkasta steypa Jóhanns mun vera um 1:2:4 eða því sem næst. 3. Útveggi og innveggi heflr hann steypt báða í senn til flýtisauka. 4. Sljettun veggja að utan heflr hann slept, að eins fjalfarið þá með litlu einu af sementsblöndu. Jeg hafði lítið um þessi atriði getið, að eins tekið fram, að sljettunarhúð væri mjög svikul á steypuhúsum, en þó dýr. Um flestar þessar breytingar er gott eitt að segja. Þykt veggjanna má vera lítil, ef steypan er sterk, og sterka steypan þolir vatnið ólikt betur en veik. Við þetta sparast mikill aðflutningur og vinna, en sement eyðist

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.