Hugur - 01.01.1992, Síða 20

Hugur - 01.01.1992, Síða 20
18 Kristján Kristjánsson HUGUR væri þetta hótun)15 eða einhverju enn öðru.16 Úrlausn mín er að benda á að fyrri höfundar hafi seilst um hurð til loku; þeir þurfi fyrst að skera úr um hvort í orðunum felist hindrun eða ekki. Hér að ofan sagði þrælahaldarinn; „Ég hætti að lemja þig á morgun þá og því aðeins að þú gerir x“; hann útilokar því þann kost að þrællinn sleppi við meiðingu á morgun án þess að gera x. Ef hann hefði hins vegar sagt; „Ég hætti að lemja þig á morgun ef þú gerir x“ þá hefði hann ekki útilokað neinn kost heldur einfaldlega gert þrælnum tilboð. Kannski getur hann sloppið við höggin á morgun með því að gera eitthvað annað fyrir þrælahaldarann, t.d. y. Að mínum dómi hafa fyrri höfundar blandað saman tveim ólíkum verkefnum og litið á þau nánast sem eitt: þ.e. að greina á milli tilboða og hótana annars vegar og hins vegar að skera úr um hvort einstakar hótanir skerði frelsi eða ekki. Tilboð skerða aldrei frelsi, samkvæmt minni kenningu, og hótanir ekki alltafþóu þær geri það oftast. Dæmi um hótun sem alls ekki skerðir frelsi þitt, Agúst, væri t.d. ef ég segði: „Ég gef þér ekki 10 milljónir nema þú hlaupir allsnakinn niður Austurstræti á morgun." Þetta er hótun vegna þess að ég útiloka þann kost að þú fáir 10 milljónir frá mér nema þú drýgir þessa sérkennilegu „dáð“ (sem ég býst við að sé þér á móti skapi!). Hins vegar er ekki nokkur minnsta ástæða til að ætlast til þess af mér að ég gefi þér 10 milljónir yfirleitt, svo að hindrunin er ekki frelsisskerðing samkvæmt ábyrgðarkenningunni um frelsi sem ég hef fært rök að hér að framan. Halldór Laxness segir á einum stað: „Það er löðurmannlegt starf að geipa um óskilgreint frelsi...“17 Ég hef skrifað þér þetta bréf, Ágúst, til að reyna að sannfæra þig og aðra lesendur um að öldungis sé óþarfi að „geipa“ um frelsið á þann hátt. Við eigum að mjaka okkur áleiðis, eftir hinni hægfara en markvissu leið röklegrar hugsunar, að skynsam- legri skilgreiningu sem léttir fyrir frekari íhugun um gildi frelsisins. Það hef ég reynt að gera. Njóttu heill. Kær kveðja, Kristján 15 Sjá Wertheimer, A., Coercion (Princeton: Princeton University Press, 1987), bls. 208-209. 16 Sbr. millileið Nozicks, R. í grein hans „Coercion" í Laslett, P., Runciman, W. G. og Skinner, Q. (ritstj.), Philosophy, Politics and Society IV (Oxford: Basil Blackwell, 1972), bls. 112-116. Hugmynd Nozicks er að þar sem tvær ofan- greindar markalínur stangist á skuli sú gilda sem þolandinn kysi fremur. Hér væri því væntanlega um hótun að ræða. 17 Reisubókarkorn (Reykjavík: Helgafell, 1963), bls. 137.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.