Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 27
HUGUR Samtal við Karl Popper 25
skiptar. Sumir eðlisfræðingar ríghalda enn í kenningu Newtons, af
ýmsum ástæðum.
Hvorri ert þú hlynntur?
Ég tel kenningu Einsteins hafa yfirburði yfir kenningu Newtons; en
það er reyndar ekki aðalatriðið hjá mér.
Hvert er þá aðalatriðið?
Það er að öll athugunarrökin sem færa má til stuðning kenningu
Newtons má einnig nota til að styðja afar ólíka kenningu Einsteins.
Þetta sýnir, ótvírætt, að okkur skjátlaðist hreinlega þegar við töldum
að segja mætti að kenning Newtons væri staðfest eða sönnuð með
aðleiðslu, þar sem athugunarrökin væru lögð til grundvallar. Það sýnir
ennfremur að því verður ekki haldið fram að nein kenning sé sönnuð
með aðleiðslu. Því ekki gat verið um áhrifameira samræmi milli
kenningar og athugunarraka að ræða en þar sem kenning Newtons var.
Ef þetta nægði ekki einu sinni til að sanna kenninguna með aðleiðslu,
þá var ljóst að ekki nokkur skapaður hlutur entist til þess.
Erþetta ástœðan til þess að þú hvarfst frá aðleiðslukenningunni?
Já. I grundvallaratriðum er rökstaðan ákaflega einföld. Ótaldar
athuganir á hvítum svönum geta ekki sannað þá kenningu að allir
svanir séu hvítir: Fyrsti svarti svanurinn sem sést getur hrakið hana.
Stuðningur athugana við kenningu Newtons var vitanlega langtum
tilkomumeiri vegna hinna hárfínu mælinga sem kenningin sagði mjög
nákvæmlega fyrir um. En fyrsta raunverulega misræmið getur hrakið
eða afsannað hana.
Og vitaskuld kom slíkt misrœmi fyrir — eitthvað varðandi reiki-
stjörnuna Merkúr, efmér skjátlast ekki.
Já, en þetta misræmi var ákaflega lítið og kynni að vera hægt að
skýra það (eins og Dicke benti á) innan ramma kenningar Newtons.
Það sem ég á við er ekki aðallega það að kenning Newtons hafi verið
hrakin ella þá að kenning Einsteins hafi afdráttarlaust leyst hana af
hólmi; ég á frekar við það að síðan Einstein kom fram með kenningu
sína sem stríðir gegn kenningu Newtons, þá vitum við að jafnvel
mesta forsagnargengi, jafnvel ströngustu prófanir, geta ekki sannað
kenningu með aðleiðslu. Nú hlýtur þetta að valda gerbreytingu á
skoðun okkar á raunvísindum; það hefur í för með sér að okkur
skjátlaðist um vísindalega þekkingu; að vísindakenningar mundu
alltaf halda áfram að vera reistar á tilgátum; að það gat alltaf gerst að