Hugur - 01.01.1992, Side 29
HUGUR
Samtal við Karl Popper
27
þeim tilellum þar sem tilraunir þeirra bera árangur er tilgátan
sönnuð sem lögmál — og viti menn! enn einum Leyndardómi
Náttúrunnar hefur verið lokið upp. Þessi meinta aðferð við að komast
að lögmálum með alhœfingu út frá athuguðum dcemum er það sem
þekkt er undir nafninu aðleiðsla. Nú var þín skoðun á málinu allt
önnur. Þú boðaðir þá furðulegu kenningu að engin aðleiðsla sé til.
Hugmyndin, sagðirðu, lýsir ekki því sem vísindamenn gera í raun og
veru og hún er ekki heldur grundvallarforsenda þess sem þeir gera.
Já, ég var og er á annarri skoðun. Samkvæmt henni eru menn og
dýr fædd með marvíslega eðlislæga þekkingu — ráð til að bregðast
við aðstæðum, væntingar. Nýfætt barn væntir þess að fá næringu og
umönnun. Vænting þess, meðfædd getgátuþekking, getur þó brugðist.
Ef svo fer getur það dáið nema því takist einhvern veginn að leysa
vandamál sitt á eigin spýtur. Það að meðfædd þekking okkar getur
brugðist sýnir að jafnvel hún er einungis getgátur. Ennfremur er það
skoðun mín að við lærum ekki með því að athuga hluti, eða með því
að tengja atriði saman í huganum, heldur með því að reyna að leysa
vandamál og viðfangsefni. Vandamál kemur upp hvenær sem getgátur
okkar eða væntingar bregðast. Við freistum þess að leysa vandamálin
með því að breyta tilgátum. Þessar nýju tilraunatilgátur eru
könnunarloftbelgir okkar — tilraunalausnir okkar. Brugðið getur til
beggja vona um lausnir; nýtt atferli, ný tilgáta, ný kenning geta komið
að gagni eða misst marks. Þannig lærum við með því að prófa okkur
áfram, eða nánar tiltekið með tilraunalausnum og með því að útiloka
þær ef þær reynast rangar. Eins og H. S. Jennings sýndi fram á árið
1910 notar meira að segja amaban þessa aðferð.
En — eins og þú sjálfur hefur bent á einhvers staðar — aðferðin er
ekki nákvœmlega sú sama þegar hún er notuð af amöbunni og þegar
hún er notuð afEinstein.
Alveg rétt, þar er mjög mikilvægur munur á. Hann er þessi: A
forvísindalegu stigi er okkur meinilla við sjálfa tilhugsunina um að
okkur kunni að skjátlast. Við ríghöldum því í getgátur okkar í lengstu
lög. Á vísindalegu stigi leitum við skipulega að mistökum, að villum
okkar. Þetta er stórkostlegast: Við eru vísvitandi gagnrýnin til þess að
hafa upp á villunum. Því er það að á forvísindalegu stigi er okkur oft
sjálfum tortímt, útrýmt, ásamt kenningunt okkar; við förumst með
þeim. Á vísindalegu stigi reynum við skipulega að útiloka rangar