Hugur - 01.01.1992, Side 31
HUGUR
Samtal við Karl Popper
29
fyrir í tilteknu samhengi, t.a.m. í vísindatímaritum. Kenning Newtons
eða kenning Einsteins eru dæmi um þekkingu í hlutlægri merkingu.
Tilhneigingar Newtons til að setja kenningu sína á blað, eða ræða
hana, eru dæmi um þekkingu í huglægri eða persónulegri merkingu.
Um leið og hann setti fram hugmyndir sínar í orðum og skrifaði þær
var líka komin þekking í hlutlægri merkingu. Báðar tegundir
þekkingar eru óvissar eða getgátu- eða tilgátukenndar.
En er í rauninni þessi reginmunur hvað varðar röklega stöðu á
þekkingunni sem ég hefí höfðinu og sömu þekkingu settri á blað?
Já. Að koma hugmyndum okkar í orð, eða það sem betra er, að
skrifa þær á blað, skiptir mjög miklu máli. Því með þessu móti verða
þær gagnrýnanlegar. Áður voru þær hluti af okkur sjálfum. Við
kunnum að hafa haft efasemdir. En við gátum ekki gagnrýnt þær á
sama hátt og við gagnrýnum staðhæfingu sem sett er fram í orðum
eða, það sem er enn betra, skriflega greinargerð. Orðið „þekking" er
því til í að minnsta kosti einni mikilvægri merkingu — merkingunni
„kenningar settar fram í orðum og lagðar fram til gagnrýni“. Þetta er
það sem ég kalla „þekkingu í hlutlægri merkingu". Vísindaleg
þekking telst til hennar. Það er þessi þekking sem er geymd í
bókasöfnum okkar frekar en í höfðinu á okkur.
Og þú telur þekkinguna sem geymd er í bókasöfnum mikilvœgari en
þá sem geymd er í höfðinu á okkur.
Langtum mikilvægari, frá öllum sjónarmiðum, jafnvel frá því mjög
svo huglæga sjónarmiði sem er sú ánægja sem við höfum sjálf af
þekkingunni. Því það sem við höfum ánægju af er kenningin sjálf.
Segjum að þú eða ég komum fram með nýja hugmynd, en það er mjög
ánægjuleg reynsla; þá er að líta á hlutlæg tengsl hennar við hlutlægu
gömlu hugmyndirnar og við vandamálin sem við leysum með nýju
hugmyndinni; og þessi tengsl eru snar þáttur af ánægjunni. Og
vitaskuld hefðum við aldrei gert neina uppgötun ef við hefðum ekki
fyrst náð tökum á einhverjum þeirra hlutlægu kenninga sem fyrir eru
og á hlutlægri stöðu vandamála — eða með öðrum orðum, ef við
hefðum ekki lesið bækur eða tímarit um vísindaleg efni; og allt þetta
merkir þekkingu í hlutlægum skilningi. Ennfremur er drjúgur hluti af
ánægjunni einmitt fólginn í því að við leggjum skerf til þekkingar-
innar, eins og frægt orðtak segir. Við erum eins og verkamenn sem
hjálpa til við smíði byggingar, eins og verkamenn að smíða