Hugur - 01.01.1992, Side 45
HUGUR
Er heimspeki framtíðarvon skólakerfisins?
43
Hver er munurinn á hcefileikum harna og fullorðinna til að lœra
heimspeki?
Ef maður ber saman fullorðinn einstakling og barn þá stendur sá
fullorðni miklu betur að vígi. En annað kemur í ljós þegar maður ber
saman fullorðinn einstakling og hóp af börnum. Þegar maður lætur
nokkur börn rökræða þá fær maður að heyra ótrúlega skarpar og
djúpar athugasemdir, vegna þess að hugur barnsins er svo opinn,
ímyndunaraflið svo frjálst. Þau eru svo óhrædd við að koma með
hugmyndir, hugur þeirra svo óbundinn af vanahugsun.
Heimspeki og lýðrœði
Er ekki von til þess að aðferðir þínar muni hreiðast út í framtíðinni til
komandi kynslóða vegna þess að þarna tileinka hörn sér ákveðinn
hugsunarhátt sem þau koma áleiðis til afkomenda?
Jú, það er rétt, þetta verður samhangandi ferli, þetta heldur áfram.
En hvernig gengur þá að hreiða þetta út?
í Bandaríkjunum hefur það gengið mjög hægt. Við erum rétt farin
að gára yfirborðið þó að heintspeki fyrir böm sé kennd víða sem sjálf-
stæð grein í skólum. En til þess að þetta breiðist nægjanlega út þurfum
við að koma aðferðum okkar að í kennaraskólum. Og heimspeki fyrir
börn hefur mætt andstöðu í kennaraskólum í Bandaríkjunum. Ástæðan
er sú að ef þeir ættu að taka þetta inn þar þyrftu þeir að kasta svo
miklu fyrir róða af því sem þeir nota núna í kennaramenntun. Hins
vegar er þetta farið að komast inn í kennaramenntunina í öðrum
löndum, til dæmis í Ástralíu og nýlega í Rússlandi.
Hugsunarháttur barnaheimspekinnar er mjög mikilvœgur fyrir
lýðrceði, ekki satt?
Jú, þetta er mjög mikilvægt fyrir lýðræði.
Trúirþú á lýðræði?
Já, ég geri það. Ég hef mjög sterka trú á lýðræði. Ég hef ekki kontið
auga á neinn annan valkost sem kemur til greina fyrir okkur að lifa
við. Þegar við leiðum hugann að því sem mannlegt frelsi veitir okkur
og gerum okkur ljósa kosti þess, þá viljuin við ekki fórna því fyrir
neitt annað. Við erum jafnvel reiðubúin að fóma lífinu fyrir það til
þess að börnin okkar og börnin þeirra njóti þess. Ég lít á heimspeki
meðal annars sem tæki til að styrkja frjálsa hugsun og tjáningarfrelsi.
Við getum ekki lifað sem ntanneskjur án þessa frelsis.