Hugur - 01.01.1992, Side 74

Hugur - 01.01.1992, Side 74
HUGUR 5. ÁR, 1992 s. 72-78 Kristján Kristjánsson Heimspeki og móðurmálskennsla1 / „Ekki dreifa úr sér sjálfur, skrifa þurt“ voru fyrirmælin sem Umbi hafði í farteskinu frá biskupi er hann hélt út af örkinni til að kynna sér kristnihald undir jökli. Ég mun ekki hafa ráð biskups að leiðarljósi heldur leyfa mér margháttaða útsláttarsemi í þessu stutta spjalli mínu hér í dag. Ég ætla t.d. að hafa endaskipti á venjulegri rökgerð lestra af þessu tagi með því að benda á leið til lausnar vanda áður en ég hef greint hver vandinn er. Vart er að efa að flestir þeir sem stíga hér á stokk munu leggja til að hlutur heimspekikennslu verði aukinn í grunn- og framhaldsskól- um. Fyrir þessu verða færð ýmis haldgóð rök; a.m.k tel ég að mín séu nokkuð skotheld. Þeim fækkar stöðugt sem eru sama sinnis og Valdimar Ásmundarson er hélt því fram í Fjallkonunni 1886-7 að „víðtækt hugsunarhringl eða röksemdarekstr“ heimspekinnar, eins og hann orðaði það, ætti ekki við skilningsþroska barna og unglinga. (Raunar taldi hann hið sama gilda um „heilaköst guðfræðinnar“!) Þetta er bábilja. Ungmenni hafa reynst skjótnæm á hugsunarhátt heimspekinnar og hann komið þeim að liði á marga vegu. Á hinn bóginn er til of mikils mælst að hámenntaðir heimspekingar sinni allri kennslu í þessum fræðum á lægri skólastigum, a.m.k. í grunnskólum. Þar ætti heimspekin einfaldlega að vera eðlilegur þáttur —snar þáttur myndi Hreinn Pálsson kannski segja — í starfi hinna alfeðmu bamakennara. En til þess að hún geti orðið snar þáttur í starfi þeirra þarf hún einnig að verða snar þáttur í menntun þeirra. Einn helsti ljóðurinn á ráði Kennaraháskóla íslands er nápínuskapur hans í garð heimspekinnar sem einungis eru ætlaðar 2-3 einingar í almennu kennaranámi. Nú stendur til að stofna kennaradeild við Háskólann á Akureyri og svo vel ber í veiði að þar hafa heimspekingar, þ.á.m. I Hugvekja flutt á málþingi um heimspekikennslu á grunn- og framhaldsskólastigi í apríl 1992. — Hluti þessa spjalls er byggður á ritgerðinni „Boðorð til að brjóta" sem birtist í ritgerðasafni mínu Þroskakostum (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1992), bls. 227-234.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.