Hugur - 01.01.1992, Side 98

Hugur - 01.01.1992, Side 98
96 Eyjólfur Kjalar Emilsson HUGUR í svari sínu við andmælum Gassendis leitast Descartes við að skýra einingu sálar og líkama með því að bera hana saman við einingu þyngdaraflsins og hlutarins sem býr yfir því. I þessum kafla er litið á þyngdaraflið sem einkenni hlutarins sem fræðilega séð gæti verið til óháð honum. Descartes segir: Reyndar sá ég einnig að þótt það (þyngdaraflið) væri að öllu leyti í sama rúmi og hluturinn, þá var afl þess hið sama í sérhverjum hluta hans, því sama við hvaða hluta band væri fest, þá hvíldi allur þungi hlutarins á bandinu, rétt eins og þyngdaraflið allt væri í þessum eina hluta en væri ekki dreift um hina einnig.32 Síðan kemur hann með athugasemdina um hugann sem vitnað var til áðan. I VI. Níund, 4. kafla setur Plótínos fram eina af mörgum skýringum sínum á því hvernig sálin geti verið í heild í mörgum hlutum án þess að vera þar með skipt í hluta. Ein af mörgum líkingum sem hann notar í þessu skyni er dregin af aflinu sem beitt er við að halda á þungum hlut í hendinni. Hann segir: En ef maður gerði nú ráð fyrir því að líkamsmassi handarinnar væri fjarlægður en haldið væri eftir sjálfu aflinu sem heldur hlutnum á lofti og hélt líka höndinni áðan? Mundi ekki sama ódeilanlega aflið vera jafnt í heildinni sem í sérhverjum hluta? (VI. 4. 7, 19-23) Hér er vissulega myrkt mælt. En samt sem áður er ljóst að Descartes og Plótínos nota mjög svipaðar líkingar til að bregða birtu yfir sama fyrirbærið, og það fer ekki hjá því að sú spurning vakni hvort Descartes styðjist hér við Plótínos. Hin atriðin sem eru sameiginleg Descartes og Plótínosi má einnig finna hjá Ágústínusi, svo að ef okkur langar að geta okkur til um áhrif þurfum við ekki að leita lengra. En þyngdarlíkinguna er ekki að finna hjá Ágúsínusi. Descartes hefði vitaskuld getað lesið Plótínos, því að Marsilio Ficino gaf út latneska þýðingu rita hans árið 1492 og hún var margoft endurprentuð og víða lesin af lærðum mönnum á 16. og 17. öld, meira að segja á íslandi.33 32 Sama rit, s. 255. 33 Sjá grein Gunnars Harðarsonar „Heimspeki og fommenntir á íslandi á 17. öld“, Hugur, 1. árg (1988), s. 89-100.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.