Hugur - 01.01.1992, Page 109
Ritfregnir
Aristóteles: Um sálina. Þýðandi: Sigurjón Bjömsson.
Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, 1985. 195 bls.
Bókin er þýðing á De amima með ítarlegum inngangi og skýringum. í þessu
verki setur Aristóteles fram kenningar sínar um eðli sálarinnar og starfshætti
hennar. í inngangi er yfirlit yfir æfi höfundar, rit hans og kenningar svo og
handritageymd verksins.
Aristóteles: Umsagnir. Þýðandi: Sigurjón Halldórsson.
Akureyri, Ararit, 1992. 60 bls.
Bókin er þýðing á einu frægasta riti Aristótelesar, De Categoriis, sem fjallar
um „flokka þess sem er“, svo sem verundir, stærðir, afstöðu og eiginleika.
Þýðingunni fylgir formáli og greinargerð fyrir þýðingunni, skýringar eru
neðanmáls við hvern kafla og auk þess er sérstakur kafli með almennari
skýringum aftast. Þýðingin var upphaflega unnin sem B.A. ritgerð við H.í
undir leiðsögn dr. Eyjólfs Kjalars Emilssonar.
Arnór Hannibalsson: Heimspekifélagsvísinda. Reykjavík, útg.
höf., 1985. 155 bls.
í bókinni birtir Arnór efni sem hann hefur flutt í fyrirlestrum í heimspeki-
legum forspjallsvísindum við Félagsvísindadeild H.í. Bókin skiptist í 11 kafla
þar sem finna má almenna kynningu á heimspeki og tveim helstu greinum
hennar, frumspeki og þekkingarfræði. Arnór rekur nokkra heimspekilega
meginstrauma, svo sem raunhyggju og rökhyggju og fjallar um athuganir,
tilgátur og skýringar í félagsvísindum. Þá eru kenningar Diltheys, Winchs og
Webers teknar fyrir meðal margra annarra. Sjá ritdóm í Hugur 1. ár (1988), s.
120-125.
Arnór Hannibalsson: Rökfrœðileg aðferðafrœði. Reykjavík, útg.
höf., 1985. 111 bls.
Þessi bók er inngangsrit um vísindaheimspeki. Meðal þess sem tekið fyrir eru
spumingar um eðli vísinda, tengsl máls og raunveruleika, röktengsl setninga