Hugur - 01.01.1992, Síða 111
HUGUR
Ritfregnir
109
Ámi Sigurjónsson: Bókmenntakenningar fyrri alda. Reykjavík,
Heimskringla, 1991. 240 bls.
Bókinni er ætlað að veita yfirlit yfir sögu vestrænna bókmenntakenninga frá
upphafi og fram til loka miðalda, en einnig er fjallað nokkuð um mælskulist
almennt. Fyrri hluti bókarinnar snýst að miklu leyti um Platón og Aristóteles,
rit þeirra og hugmyndir. Auk þess er rætt um hellenisma, sófisma og mælsku-
fræði Ciceros. Seinni hlutinn fjallar um miðaldir og er þar rætt um Ágústínus
kirkjuföður, nýplatónisma og ýmis miðaldarit, þar á meðal Snorra-Eddu og
málfræðiritgerðimar íslensku.
Bjöm Bjömsson, Mikael M. Karlsson, Páll Ásmundsson og
Vilhjálmur Ámason: Siðfrœðileg álitsgerð um skilgreiningu
dauða og brottnám líffœra. Reykjavík: Siðfræðistofnun, 1992.
26 bls.
Þetta kver er að mörgu leyti nýmæli á Islandi þar sem reynt er að takast á við
siðfræðilegar spurningar á skipulega hátt með það beinlínis að markmiði að
hún geti gagnast læknum og löggjöfum við óhjákvæmilega ákvarðanatöku.
Meðal þeirra spurninga sem leitast er við að svara í þessari álitsgerð eru:
Hvenær lýkur mannlegu lífi? Hvenær er maður dáinn? Hafa menn skýlausan
siðferðilegan rétt til að ráðskast með eigin líkama að vild?
Brynjólfur Bjamason, Halldór Guðjónsson og Páll Skúlason:
Samrœður unt heimspeki. Reykjavík, Svart á hvítu, 1987. 195
bls.
Þessi bók er nokkuð sérstæð í íslenskri heimspekibókaflóru, þó hún eigi sér
erlendar fyrirmyndir. Hér ræðast þrír heimspekingar við um nánast allt milli
himins og jarðar. Þar sem efnið var aðeins lítillega lagað fyrir útgáfu helst
samræðustílinn og menn neyðast til að svara á staðnum. Mest er það
Brynjólfur sem situr fyrir svörum og er sótt að honum úr ýmsum áttum.
Eyjólfur Kjalar Emilsson ritar inngang að samræðunni þar sem hann skýrir
bakgrunn hennar og meginefni. Brynjólfur ritar síðan nokkuð ítarlegan eftir-
mála þar sem hann skýrir sumt af því sem honum fannst óljóst í samræðunni
og ber þar mest á spumingunni um sambandið milli vitundar og hlutveruleika.