Hugur - 01.01.1992, Síða 114
112 Ritfregnir HUGUR
Garðar Gíslason: Eru lög nauðsynleg? Reykjavík, Bókaútgáfa
Orators, 1991. 153 bls.
I þessu riti er að finna 8 ritgerðir um réttarheimspeki: „Nokkur viðfangsefni
réttarheimspeki", „Er valdbinding höfuðeinkenni á lagareglum?“, „Eru lög
nauðsynleg?", „Náttúruréttur í nýju ljósi“, „Meginreglur laga“, „Eðli máls“,
„Um lög og siðferði" og „Um rétt, réttlæti og réttarríki." Bókinni er einkum
ætlað að vera kennslurit í heimspekilegum forspjallsvísindum við lagadeild
H.I., en er engu að síður áhugaverð lesning fyrir áhugafólk um réttar- og
stjómmálaheimspeki.
Peter Geach og Þorsteinn Gylfason: Þrœtubókarkorn.
Reykjavík, Heimspekistofnun Háskóla íslands, 1990. vii + 90
bls.
Hér er önnur útgáfa Þrœtubókarkorns á ferðinni, en hún hefur verið notuð til
kennslu viðskiptafræðinema við H.I. og raunar einnig við nokkra mennta-
skóla. Bókin er byrjendarit í rökfræði þar sem byrjað er á því að skýra hvað
séu rök, mótsagnir, samkvæmni, skilgreiningar og ályktanir. Þá er fjallað um
rökgildi og rökgrip, eða rökform, og helstu gerðir skýrðar. Loks er farið í
setningarökfræði og sannföll, skilyrðingar og sannanir og endað á umfjöllun
um afleiðslu og aðleiðslu. Hverjum kafla fylgja síðan æfingar og er svör við
sumum þeirra að finna aftast í bókinni.
Gunnar Dal: Heimsmynd sagnfrœðinnar. Reykjavík,
Víkurútgáfan. 1992. 78 bls.
Þetta er fimmta og síðasta bókin í flokki um heimspekileg efni, en áður eru
komnar út: Hin trúarlega heimsmynd, Heimsmynd listamanns, Heimsmynd
heimspekinnar og Hin vísindalega heimsmynd. I bókum þessum fjallar
höfundur um hvernig heimspeki er samofin þeim þáttum sem bera uppi
menningu mannkyns. Undanfari þessa bókaflokks Gunnars var Heimsmynd
okkar tíma sem út kom árið 1983.
Gunnar Harðarson (útg.): Þrjár þýðingar lœrðar frá miðöldum.
íslenzk heimspeki III. Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag,
1989. 194 bls.
I bókinni eru prentaðar fornar norrænar þýðingar á þrem lærdómsritum frá
miðöldum. Þau eru: „Elucidarius" eftir Honorius Augustodunensis, „Um