Hugur - 01.01.1992, Qupperneq 116
114
Ritfregnir
HUGUR
flokka sem bera heitin: „Afstæði og algildi", „Hamingja og nytsemd",
„Ábyrgð og óheilindi" og „Mál og menntun". Efni ritgerðanna er því
fjölbreytt, ábyrgð manna á eigin gjörðum, samband hugsunar, máls og
menntunar, en meginstef þeirra allra er þó mannlegur þroski og þroskakostir
manna í öllum sínum fjölbreytileika.
Matthew Lipman: Uppgötvun Ara. Þýðandi: Hreinn Pálsson.
Reykjavík, Heimspekiskólinn, 1991 .87 bls.
Að sögn þýðanda er bókin „heimspekileg skáldsaga með kennslubókarívafi. I
sögunni er varpað fram sígildum heimspekilegum ráðgátum jafnframt því sem
sögupersónurnar uppgötva grunnlögmál rökfræðinnar, sem einu sinni var
nefnd hugsunarfræði á íslensku." Bókinni fylgja Heimspekiœfingar sem eru
kennsluleiðbeiningar með Uppgötun Ara. I leiðbeiningunum er fjallað stutt-
lega um þær meginhugmyndir sem eru í skáldsögunni og síðan fylgja sam-
ræðuáætlanir og verkefni.
John Locke: Ritgerð um ríkisvald. Þýðandi: Atli Harðarson.
Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, 1988. 277 bls.
Bókin er þýing á The Second Treatise of Government og gjarnan talin með
mikilvægari stjórnspekiritum sem skrifuð hafa verið. Hún kom fyrst út árið
1689. Kenningar Lockes gengdu veigamiklu hlutverki í frönsku stjórnar-
byltingunni og bandarísku byltingunni. Bókin hefur því haft umtalsverð áhrif
á þróun lýðræðis og frjálshyggju síðustu þrjár aldrinar. Atli fylgir þýðingu
sinni úr hlaði með nokkuð yfirgripsmiklum inngangi og síðan fylgja skýringar
í lokin.
Niccolö Machiavelli: Furstinn. Þýðandi: Ásgrímur Albertsson.
Reykjavík, Mál og menning, 1987. 180 bls.
Bókin er þýðing á hinu sígilda stjómspekiriti Machiavellis, II Principe, sem
hann samdi árið 1513 og kom fyrst út árið 1532. Þar er fjallað um stjórnar-
form ríkja, furstaveldi og stjóm þeirra, hernað, valdarán, vinsældir leiðtoga og
aðferðir til halda þeim án þess að missa völdin. Auk nokkurra skýringa ritar
þýðandi eftirmála að verkinu.