Hugur - 01.01.1992, Qupperneq 117
HUGUR Ritfregnir 115
Páll Skúlason: Pœlingar. Reykjavík, Ergo sf, 1987. 399 bls.
í þessari bók er að finna safn 25 erinda og greina sem frá Páli hafa komið.
Bókinni er skipt í fjóra hluta: „Um heimspekilega hugsun", „Um vísindi,
fræði og siðgæði", „Um kristna trú“ og „Um menntun og mannlíf. Eins og
hlutaheitin bera með sér er víða komið við en meginþema bókarinnar má þó
líklega tengja áhuga Páls á því að kveikja og efla heimspekilega samræðu. I
meðförum Páls er slík samærða að minnsta kosti tvíþætt; annars vegar felst
hún í því að skýra vestræna heimspekihefð og hugsun og hinsvegar að beita
þeirri hugsun á margvísleg málefni sem manninn varða.
Páll Skúlason: Pœlingar II. Reykjavík, Ergo sf, 1989. 203 bls.
Bókin er framhald af Pœlingum og inniheldur smærri greinar og erindi bæði
um heimspekileg efni og ýmis dægurmál. Bókin skiptist í 6 hluta sem nefnast:
„Hugmynd mín um heimspeki", „Siðfræði", „Stjórnmál", „Þjóðmál",
„Kennslumál" og „Lífsskoðanir".
Páll Skúlason: Siðfrœði. Reykjavík, Siðfræðistofnun, 1990. 247
bls.
í fyrsta hluta bókarinnar skýrir höfundur nokkur frumatriði siðferðisins eins
og það blasir við honum og greinir þá erfiðleika sem hann telur að steðji að
siðferði okkar. í öðrum hluta bókarinnar leitast hann við að skýra nokkur
frumatriði siðfræðinnar og varpa ljósi á vandkvæði hennar sem sjálfstæðrar
fræðigreinar. í þriðja hluta bókarinnar er gerð tilraun til að greina frum-
forsendur siðaboða. Höfuðverkefni þriðja hlutans er að leita svara við
spurningunni á hvaða forsendum unnt er að taka siðferðilegar ákvarðanir. I
bókinni eru æfingar fyrir hvern kafla hennar, ítarlegar orðaskýringar og skrá
yfir það helsta sem hefur verið skrifað á íslensku um siðfræði.
Páll Skúlason, Sjö siðfrœðilestrar. Reykjavík: Siðfræðistofnun,
1991. 126 bls.
Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna, þá inniheldur hún sjö fyrirlestra um
siðfræði sem höfundur hefur haldið við margvísleg tækifæri. Sex fyrir-
lestranna eru tiltölulega nýir, en einn eldri. Lestramir eru: „Um réttlæti, ást og
frelsi“, „Siðfræði náttúrunnar“, „Hvemig skiljum við sjálf okkur og aðra?“,
Siðferðileg hugsun og alnæmisvandinn", „Böl“, „Mannvernd" og
„Tilvistarstefnan og Sigurður Nordal".