Hugur - 01.01.1992, Qupperneq 119
HUGUR
Riifregnir
117
afmæli árið 1991. Hún er hefur að geynia 25 greinar eftir 22 höfunda sem
fjalla um ýmsa þætti grískrar menningar að fomu og nýju. Áhugamönnum um
heimspeki skal sérstaklega bent á þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar á frum-
textum eftir forvera Sókratesar. Auk þess er í bókinni grein eftir Vilhjálm
Ámason um gríska siðfræði og ýmislegt annað af heimspekilegum toga.
Vilhjálmur Ámason: Þœttir úr sögu siðfrœðinnar. Reykjavík,
1990. 112 bls.
Hér er um að ræða endurskoðaða útgáfu á samnefndu riti frá 1988. Ritið er í
tveim hlutum. Fyrri hluti nefnist „Sígildar kenningar siðfræðinnar" og er þar
fjallað um Platón og Aristóteles, siðfræði Stóu og kristni, Hobbes og náttúru-
rétt, Kant, Mill og nytjastefnuna og Hegel. Seinni hluti nefnist „Síðari tíma
stef ‘ og er efni hans ritgerðin „Siðfræðin og mannlífið: Frá sjálfdæmishyggju
til samræðusiðfræði," en sú grein birtist upphaflega í fyrsta hefti þessa tíma-
rits (Hugur, 1, 1988, bls. 49-78).
Vilhjálmur Ámason: Siðfrœði heilbrigðisþjónustu. Reykjavík,
Háskóli íslands, 1991. 89 bls.
Bókin er greinasafn um siðfræði heilbrigðisstétta, önnur útgáfa, endurskoðuð,
en fyrri útgáfa kom út árið 1990. Greinarnar heita „Samfélag á villigötum?“,
„Heilbrigðisþjónustan og læknavísindin", „Siðareglur hjúkrunarfólks",
„Fósturrannsóknir og mannbætur", „Líknardauði og líknardráp". Ennfremur
eru í bókinni ýmsar siðareglur fólks í heilbrigðisþjónustu, svo sem hjúkrunar-
fræðinga og lækna, svo og nokkur verkefni sem lúta að efni bókarinnar.
Þeófrastos: Manngerðir. Þýðandi: Gottskálk Jensson. Reykjavík,
Hið íslenska bókmenntafélag, 1991. 190 bls.
Þetta er þýðing á hinu nafntogaða verki Þeófrastosar (372-287 f. Kr.)
Karakteres eþikoi og lýsir ýmsunt spaugilegum manngerðum. Verkið varð
fyrirmynd ýmissa ritsnillinga síðari alda svo sem La Bruyére, Shaftesbury
lávarðar og Elias Canetti. í bókinni er ennfremur birtur æviþáttur Þeófrastosar
eftir Díogenes Laertíos og skólaþýðing Sveinbjarnar Egilssonar á hlutum úr
sama verki. Inngangur gerir grein fyrir Þeófrastosi og skýringar við verkið
fylgja einning.