Hugur - 01.01.1992, Page 120
118
Ritfregnir
HUGUR
Þorleifur Halldórsson: Lof lyginnar. Reykjavík, Hið íslenska
bókmenntafélag, 1989. 101 bls.
Ritið, sem er upphaflega samið á latínu árið 1703, þýddi höfundur sjálfur á
íslensku árið 1711, er hann var orðinn rektor latínuskólans á Hólum. 1 því
dásamar lygin sjálfa sig með svipuðum hætti og heimskan í riti Erasmusar frá
Rotterdam. Sjá ritdóm í Hugur 2. ár (1989) s. 88-91.
Þorsteinn Gylfason, Tilraun um heiminn. Reykjavík,
Heimskringla, 1992. 161 bls.
1 bókinni eru 5 ritgerðir sem að stofninum til eru fyrirlestrar sem Þorsteinn
hefur haldið víða um land á síðustu árum. Ritgerðirnar eru: „Gerir heimspeki
gagn?“, „Er andinn ódauðlegur?", „Er geðveiki til?“, „A meirihlutinn að
ráða?“ og „Skiptir réttlæti máli?“ Þorsteinn reynir að svara þessum
spumingum með því að greina þau hugtök sem til umræðu eru og draga síðan
sjálfstæðar ályktanir af þeirri greiningu. Bókin er því ekki, eins og Þorsteinn
bendir á í inngangi „kennslubók í samtímaheimspeki, ... heldur tilraun til
frjálslegrar heimspekiiðkunar."
Um einhver þessara rita verður væntanlega fjallað nánar í næstu heftum.
G.H. og Á.H.I. tóku saman.