Hugur - 01.01.1992, Page 121
Alþjóðleg ráðstefna um
réttarheimspeki í Reykjavík
Dagana 26. maí til 3. júní 1993 verður 16. heimsþing IVR haldið í
Háskóla íslands. Yfirskrift þingsins er Lög, réttur og ríki (Law, Justice
and the State). Á ráðstefnunni verða fimm málaflokkar til umræðu: 1.
„Lög og riki: um lýðræði, rétt og réttindi“ (Law and the State: Issues
Conceming Democracy, Justice and Rights); 2. „Þjóðemi, lög og riki“
(Nationality, Law and the State); 3. „Lög, réttur og endursköpun
Evrópu“ (Law, Justice and the Re-Making of Europe); 4. „Lög, réttur
og ójafnvægi“ (Law, Justice, and Disproportionalities); 5. „Félagsleg
heimspeki og félagsvísindi: viðhorf til laga, réttar og ríkis“ (Social
Philosophy and Social Science: Approaches to Law, Justice and the
State). Um tólf vinnuhópar verða á ráðstefnunni auk smærri hópa.
Skráning hefur verið í gangi frá því í ágúst 1992. Frekari upplýsingar
má fá hjá Heimspekistofnun eða dr. Mikael M. Karlssyni, Háskóla
íslands, IS-101 Reykjavík, ísland.