Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 67

Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 67
HUGUR Hugur, heili ogforrit 65 um forritin SHRDLU eftir Winograd,2 ELIZU eftir Weizenbaum,3 og í raun um allar Turingvélar sem eiga að líkja eftir mannlegu hugarstarfi. í örstuttu máli og án margvíslegra smáatriða má lýsa forriti Schanks á eftirfarandi hátt: Tilgangur forritsins er að Iíkja eftir hæfileikum manna til að skilja sögur. Það sem einkennir þessa hæfileika er að menn geta svarað spurningum um sögu án þess að upplýsingarnar sem svörin láta í té hafi komið berlega fram í sögunni. Hugsum okkur til dæmis eftirfarandi sögu: „Maður nokkur fór inn á veitingastað og bað um hamborgara. Þegar hamborgarinn kom var hann brenndur, og maðurinn stormaði í reiði sinni út af staðnum án þess að borga.“ Ef nú væri spurt, „borðaði maðurinn hamborgarann?“ verður svarið líklega, „nei, það gerði hann ekki“. Hugsum okkur nú nýja sögu: „Maður nokkur fór inn á veitingastað og bað um hamborgara. Þegar hamborgarinn kom var maðurinn mjög ánægður með hann, og þegar hann fór gaf hann þjónustustúlkunni ríkulegt þjórfé áður en hann borgaði reikninginn.“ Og nú má spyrja á sama hátt, „borðaði maðurinn hamborgarann?" og svarið verður líklega,, já, hann borðaði hamborgarann“. Vél Schanks getur svarað svona spurningum um veitingastaði á þennan hátt, og til þess hefur hún „táknkerfi“ fyrir það sem fólk veit um veitingastaði, en það gerir henni kleift að svara spurningum eins og hér að framan. Þegar vélin hefur verið mötuð á sögu og síðan spurð spurningar, prentar hún út svar sem er svipað því sem búast mætti við af manni. Fylgismenn róttækrar gervigreindar halda því fram að í þessari röð spurninga og svara líki vélin ekki einungis eftir mannlegum hæfileikum, heldur, (1) megi segja að vélin skilji í raun söguna og gefi svör við spurningunum, og (2) það sem vélin og forritið gera skýri eiginleika manna til að skilja söguna og svara spurningum um hana. Eins og ég mun reyna að sýna í framhaldinu, virðist mér að verk Schanks styðji hvoruga fullyrðinguna. Ég er auðvitað ekki að segja að sjálfur telji Schank þær réttar. 2 Winograd, T. 1973. „A Procedural Model of Language Understanding." Prentuð í R. C. Schank og K. M. Colby, ritstj., Computer Models ofThought and Language, bls. 152-86. San Francisco, W. H. Freeman. 3 Weizenbaum, J. 1965. „ELIZA - A Computer Program for the Study of Natural Language Communication Between Man and Machine." Commun. ACM 9:34-45.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.