Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 67
HUGUR
Hugur, heili ogforrit
65
um forritin SHRDLU eftir Winograd,2 ELIZU eftir Weizenbaum,3 og
í raun um allar Turingvélar sem eiga að líkja eftir mannlegu
hugarstarfi.
í örstuttu máli og án margvíslegra smáatriða má lýsa forriti
Schanks á eftirfarandi hátt: Tilgangur forritsins er að Iíkja eftir
hæfileikum manna til að skilja sögur. Það sem einkennir þessa
hæfileika er að menn geta svarað spurningum um sögu án þess að
upplýsingarnar sem svörin láta í té hafi komið berlega fram í sögunni.
Hugsum okkur til dæmis eftirfarandi sögu: „Maður nokkur fór inn á
veitingastað og bað um hamborgara. Þegar hamborgarinn kom var
hann brenndur, og maðurinn stormaði í reiði sinni út af staðnum án
þess að borga.“ Ef nú væri spurt, „borðaði maðurinn hamborgarann?“
verður svarið líklega, „nei, það gerði hann ekki“. Hugsum okkur nú
nýja sögu: „Maður nokkur fór inn á veitingastað og bað um
hamborgara. Þegar hamborgarinn kom var maðurinn mjög ánægður
með hann, og þegar hann fór gaf hann þjónustustúlkunni ríkulegt
þjórfé áður en hann borgaði reikninginn.“ Og nú má spyrja á sama
hátt, „borðaði maðurinn hamborgarann?" og svarið verður líklega,, já,
hann borðaði hamborgarann“. Vél Schanks getur svarað svona
spurningum um veitingastaði á þennan hátt, og til þess hefur hún
„táknkerfi“ fyrir það sem fólk veit um veitingastaði, en það gerir
henni kleift að svara spurningum eins og hér að framan. Þegar vélin
hefur verið mötuð á sögu og síðan spurð spurningar, prentar hún út
svar sem er svipað því sem búast mætti við af manni. Fylgismenn
róttækrar gervigreindar halda því fram að í þessari röð spurninga og
svara líki vélin ekki einungis eftir mannlegum hæfileikum, heldur, (1)
megi segja að vélin skilji í raun söguna og gefi svör við
spurningunum, og (2) það sem vélin og forritið gera skýri eiginleika
manna til að skilja söguna og svara spurningum um hana.
Eins og ég mun reyna að sýna í framhaldinu, virðist mér að verk
Schanks styðji hvoruga fullyrðinguna. Ég er auðvitað ekki að segja að
sjálfur telji Schank þær réttar.
2 Winograd, T. 1973. „A Procedural Model of Language Understanding." Prentuð
í R. C. Schank og K. M. Colby, ritstj., Computer Models ofThought and Language,
bls. 152-86. San Francisco, W. H. Freeman.
3 Weizenbaum, J. 1965. „ELIZA - A Computer Program for the Study of Natural
Language Communication Between Man and Machine." Commun. ACM 9:34-45.