Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 55
HUGUR
Reikniverk og vitsmunir
53
Rök leidd afþví að taugakerfið er ekki stakrœnt
Svo mikið er víst að taugakerfið er ekki stakræn vél. Lítil skekkja í
upplýsingum um stærð taugaboða sem koma inn í taugafrumu getur
valdið miklum mun á stærð þeirra boða sem berast út frá henni. Það
má færa rök að því að vegna þessa sé ekki við því að búast að
stakræn vél geti hermt eftir hegðun taugakerfisins.
Það er rétt að stakræn vél hlýtur ætíð að vera ólík vél með
samfelldar hreyfíngar. En í hermileiknum getur spyrillinn ekki nýtt
sér þennan mun á nokkurn hátt. Þetta verður ljósara ef við lítum á
önnur og einfaldari dæmi um vélar sem vinna samfellt. Mismuna-
greinir (differential analyser) dugar ágætlega. (Mismunagreinir er vél
sem er notuð við ýmsa útreikninga og tilheyrir ekki flokki stakrænna
véla.) Sumar vélar af þessu tagi skila útkomu á vélrituðu formi og
geta þess vegna tekið þátt í leiknum. Það væri ómögulegt fyrir
stafræna tölvu að spá nákvæmlega fyrir um hvaða svör
mismunagreinir mundi gefa við tilteknum spurningum. En svör
tölvunnar geta samt vel verið af réttu tagi. Ef hún væri til dæmis
beðin að reikna gildið á 7t (sem er um það bil 3,1416) þá væri
skynsamlegt að velja af handahófi milli talnanna 3,12, 3,13, 3,14,
3,15, 3,16 með líkunum 0,05, 0,15, 0,55, 0,19, 0,06 (svo einhverjar
tölur séu nefndar). Undir þessum kringumstæðum væri afar erfítt fyrir
spyrilinn að þekkja mismunagreininn frá tölvunni.
Rök leidd afófomlegri hegðun
Það er ómögulegt að búa til safn af reglum sem lýsir hegðun manna
undir öllum hugsanlegum kringumstæðum. Maður getur til dæmis
haft reglu sem segir honum að stansa í hvert sinn sem hann sér rautt
umferðarljós, og halda áfram ef hann sér grænt, en hvað ef einhver
bilun veldur því að rauða og græna ljósið loga bæði í einu? Hann
kemst kannski að þeirri niðurstöðu að öruggast sé að stansa. En sú
ákvörðun veldur kannski einhverjum frekari vandræðum seinna. Ég
get fallist á að það virðist ómögulegt að setja fram reglur um hvernig
brugðist skuli við öllu því sem upp kann að koma, það virðist ekki
einu sinni hægt að setja slíkar reglur um hvernig á að haga sér á
umferðarljósum.