Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 153
HUGUR
Ritfregnir
151
Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson, ritstjórar:
Heimspeki á tuttugustu öld, safn merkra ritgerða úr heimspeki
aldarinnar. Reykjavík, Heimskringla, Háskólaforlag Máls og
menningar, 1994.
Fimmtán þýddar greinar um heimspeki eftir jafn marga höfunda. Greinunum
er ætlað að veita innsýn í flest svið nútímaheimspeki og því kennir margra og
ólíkra grasa. Greinamar fjalla um hin margvíslegu vandamál heimspekinnar,
allt frá hversdagslegustu vangaveltum til hinna sértækari viðfangsefna. Flestir
þýðenda greinanna hafa nýlega lokið eða eru um það bil að ljúka B.A. námi f
heimspeki en hinir eldri og reyndari munu flestir hafa þýtt sínar greinar um
það bil er þeir luku námi. Ritstjórar rita inngang að bókinni en auk hans fylgir
hverri grein stuttur inngangur, ýmist ritaður af þýðendum eða ritstjórum. Þar
koma fram helsu upplýsingar um höfundana og það samhengi sem greinar
þeirra eru ritaðar í.
Brynhildur Sigurðardóttir og Sigríður Ólafsdóttir: Um siðfrœði
sem grundvöll umhverfismenntunar. Reykjavík, Rannsóknar-
stofnun Kennaraháskóla íslands í samvinnu við minningarsjóð
Ásgeirs S. Björnssonar, 1994.
Ritið er að stofni til lokaverkefni höfunda til B.Ed. prófs frá Kennaraháskóla
íslands vorið 1994. Höfundar hlutu viðurkenningu úr minningarsjóði Ásgeirs
S. Bjömssonar fyrir verkefnið. í þessu riti er umhverfisvandinn reifaður og
greint frá kenningum um viðhorf mannsins til náttúmnnar á ýmsum tímum.
Fjallað er um stöðu umhverfismenntunar í íslenskum skólum, þróun
umhverfissiðfræði og fleira.
Páll Skúlason: Menning og sjálfstœði. Reykjavík, Háskóla-
útgáfan, 1995.
Bókin hefur að geyma sex útvarpserindi sem höfundur flutti í Ríkisútvarpinu
haustið 1994. Páll fjallar um ýmsar áleitnar spumingar er varða menningu og
sjálfstæði íslendinga. Hann veltir fyrir sér spurningum eins og: Hvað er
menning? Hver em tengsl þjóðar og menningar? Hver er staða þjóðmenningar
gagnvart alþjóðamenningu? Hverjar em rætur alþjóðamenningar? Hvaða máli
skiptir bókin fyrir framtíð menningar? Hver er vandi íslenskrar menningar?