Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 108

Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 108
106 Atli Harðarson HUGUR bandaríski heimspekingurinn John Searle fram í ritgerð sem hann birti árið 1980 og heitir „Minds, Brains and Programs“.24 í þessari ritgerð rökstyður Searle þá niðurstöðu að þótt einhvern tíma verði kannski til tölvur sem geta hermt eftir fólki, talað eins og fólk og unnið sömu verk og fólk, þá geti þær ekki skilið mál eða hugsað eins og fólk. Að áliti Searle getur tölva sem hermir eftir hugsun ekki hugsað neitt ífekar en tölva sem hermir eftir slagveðri getur feykt okkur um koll. Það má endursegja rökfærslu Searle einhvern veginn svona:2^ Tölvur gera ekkert annað en að vinna með munstur og tákn eftir forriti, þ.e.a.s. reglu eða forskrift. Þetta geta menn líka gert og þannig leikið allar sömu kúnstir og tölvur. Searle getur t.d. hugsað sér að hann sitji inni í herbegi með leiðbeiningar eða forrit á sínu móðurmáli og bunka af spjöldum með undarlegum myndum eða táknum. Hann sér miða með skrýtnum myndum koma inn um lúgu eða glugga á herberginu og flettir upp í leiðbeiningunum hvernig brugðist skuli við og sér að þar stendur að réttu viðbrögðin við þessum myndum séu að láta spjöld með kriss-krass merki og kross- kriss merki út úr herberginu. Skömmu seinna koma nýir miðar inn og Searle flettir upp í leiðbeiningunum hvernig bregðast skuli við og skilar réttum spjöldum út. Þannig líða dagarnir og Searle veit ekkert hverjir setja þessa miða inn eða hvers vegna. Hann hlýðir bara leiðbeiningunum og þær segja ekkert um hvað myndirnar eða merkin á spjöldunum þýða heldur lýsa aðeins útliti þeirra. Utan við herbergið eru Kínverjar og þeir stinga miðum með spurningum á kínversku inn um lúguna. Forritið sem Searle vinnur eftir lætur hann stinga út miðum með réttum og eðlilega orðuðum svörum við þessum spurningum. Kínverjunum virðist sem herbergið, eða sá sem í því er, skilji kínversku. En Searle skilur ekki neitt. Veit ekki einu sinni að táknin á blöðunum sem hann fær eru spurningar og miðamir sem hann réttir út eru svör. Af þessari sögu dregur Searle þá ályktun að fyrst hann skilur ekki kínversku og leggur enga merkingu í táknin þótt hann fylgi svona leiðbeiningum þá muni forrit sem lætur tölvu haga sér eins og hún skilji mál og geti spjallað um alla heima og geima ekki gæða hana neinum raunverulegum skilningi. Searle rengir það ekki að hægt sé 24 Ýmsar hugmyndir í þessari ritgerð eru betur útskýrðar í Searle 1984. 25 Sjá Searle 1980 bls. 68 til 72.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.