Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 99

Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 99
HUGUR Vélmenni 97 ljósgjafann alltaf hægra megin við sig.12 Nú getum við forritað tölvu til herma eftir þessari hegðun flugunnar. Lýsingin á flugunni sem forritið vinnur með þarf að tiltaka staðsetningu hennar og stefnu og staðsetningu ljósgjafans. Forritið lætur tölvuna herma eftir flugunni að svo miklu leyti sem hún fylgir þessari hegðunarreglu. Til þess þarf það ekki að gera annað en reikna sífellt ný gildi á breyturnar sem geyma upplýsingar um stefnu hennar og staðsetningu. Þegar forritið er komið í gang getum við borið þær hreyfingar sem það sýnir saman við flug raunverulegra flugna og komist að því hvort kenningin sem forritið byggir á kemur heim við veruleikann. Við getum svo búið til annað forrit sem hermir eftir vængjaslætti flugunnar og enn annað sem hermir eftir því hvernig ljós og hiti stjórna hraða hennar. Hvert þessara forrita lætur tölvu herma eftir einhverri einni reglu sem lesa má úr hegðun dýrsins. Við getum líka búið til stærra forrit sem hermir í senn eftir siglingatækni, vængja- slætti og hraðastillingum þess. Slíkt forrit ynni með margar breytur og reiknaði sífellt ný gildi á þær. En það er hæpið að hægt sé að búa til eitt forrit sem hermir eftir flugunni að öllu leyti því það má lesa ótal reglur úr hegðun hennar. Þegar fengist er við táknkerfi skipta fáir eiginleikar máli. í skák skiptir til dæmis máli um hvern mann hvar hann er, hvort hann er hvítur eða svartur og eftir hvaða reglum hann færist. Aðrir eiginleikar skipta engu máli. Þegar verið er að fást við náttúrufyrirbæri eins og flugu þá er hins vegar hæpið að hægt sé að benda á tæmandi safn eiginleika og segja að þetta séu allir þeir eiginleikar sem máli skipta. Ef okkur er sagt að tölva hermi eftir flugu þá getum við alltaf spurt: Að hvaða leyti hermir hún eftir flugunni? Rétt svar við þessari spurningu getur aldrei verið: Að öllu leyti. Það er ekki einu sinni víst að hægt sé að láta tölvu herma eftir flugu í öllum aðalatriðum því það er kannski ekki til neinn endanlegur listi af aðalatriðum. Við getum semsagt látið tölvu herma eftir sérhverri reglu sem við getum lesið úr hegðun flugna, manna eða annarra fyrirbæra. En það er ekki þar með sagt að við getum látið hana herma eftir þeim öllum í senn. Af þeirri setningu að ekki sé til nein regla eða aðferð sem menn geta unnið eftir en ómögulegt er að vél geti hermt eftir leiðir því ekki 12 Mér skilst að sumar flugur hagi sér svona og fljúgi því nokkum veginn beint úti ( sólskininu en hringsóli kringum næstu ljósaperu ef þær komast inn (hús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.