Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 85
HUGUR
Hugur, heili ogforrit
83
formgerð, heldur sem tiltekin hugmynd sem hefur skilyrði fyrir
uppfyllingu og ræðst af staðreyndum,' “ og annað þess háttar. Og
hugmyndin sem slík hefur í raun enga formgerð í setningafræðilegum
skilningi, þar sem sömu hugmyndina má setja fram á ótal
setningafræðilega ólíka vegu í ólíkum málkerfum.
í þriðja lagi, eins og ég hef áður sagt, þá eru hugarástand og
hugarferli bókstaflega afurðir heilastarfsemi en forritið er ekki afurð
tölvunnar á sama hátt.
„Gott og vel, en ef forrit eru ekki á neinn hátt uppistaðan í
hugarferlum, hvers vegna hafa þá svo margir trúað því gagnstæða?
Það krefst að minnsta kosti einhverra útskýringa."
Ég veit í raun ekki svarið við þessari spurningu. Hugmyndin um
að tölvulíkön gætu verið það sem máli skipti, hefði átt að virðast
tortryggileg þótt ekki væri nema fyrir þá sök að tölvan er ekki á neinn
hátt hugsuð sem eftirlíking af heilastarfsemi. Engum dettur \ hug að
tölvulíkan af eldsvoða valdi því að nágrennið brenni til kaldra kola eða
að tölvulíkan af slagviðri geri mann holdvotan. Hvers vegna í
ósköpunum skyldi nokkrum detta í hug að tölvulíkan af skilningi
skildi nokkurn skapaðan hlut? Stundum er sagt að það muni vera
hroðalega erfitt að fá tölvur til að finna til eða elska, en ást og
sársauki eru hvorki erfiðari né auðveldari en skilningur eða hvað
annað. Eftirliking krefst einungis inntaks og úttaks og forrits þar á
milli sem breytir því fyrra í það síðara. Og það er allt og sumt sem
tölvan hefur til að vinna sitt verk. Að rugla eftirlíkingu saman við
veruleikann eru sömu mistökin hvort sem um er að ræða sársauka,
ást, skilning, eld eða slagveður.
Eftir sem áður eru nokkrar ástæður fyrir því að mönnum hefur virst
- og sumum virðist kannski ef til vill enn - að gervigreind endurskapi
á einhvern hátt og skýri þar með hugarfyrirbæri. Ég hygg að ekki
verði komist fyrir þessar hillingar fyrr en ástæðurnar fyrir þeim hafa
verið afhjúpaðar.
í fyrsta lagi, og það sem kann að skipta mestu máli, er ruglingur
um hugtakið „upplýsingavinnsla“. Margir þeirra sem leggja stund á
hugfræði halda að mannsheilinn með sínum huga, geri eitthvað sem
kallast „upplýsingavinnsla", og að forrituð tölva vinni úr upp-
1 2 Searle, J. 1979. „Intentionality and the Use of Language." A. Margolit, ritstj.,
Meaning and Use, Dordrecht, Reidel.