Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 86
84
John R. Searle
HUGUR
lýsingum með hliðstæðum hætti, en á hinn bóginn vinni eldur og
slagveður hreint ekki úr neinum upplýsingum. Og þótt tölvan geti
líkt eftir formlegum eiginleikum hvaða ferlis sem er, standi hún í
sérstökum tengslum við hug og heila, vegna þess að þegar hún er rétt
forrituð, jafnvel með sama forriti og heilinn, þá sé upplýsinga-
vinnslan sú sama og í heilanum, og þessi upplýsingavinnsla sé í raun
kjarni hins hugræna. Gallinn við þessi rök er sá að þau hvfla á
margræðni upplýsingahugtaksins. Forrituð tölva vinnur ekki úr
upplýsingum í sama skilningi og fólk sem fæst til dæmis við
reikningsdæmi eða les og svarar spurningum um sögur; það sem
tölvan gerir öllu heldur er að vinna með formleg tákn. Sú staðreynd að
forritarinn og sá sem túlkar úttak tölvunnar láta táknin standa fyrir
raunverulega hluti er gjörsamlega fyrir utan svið tölvunnar. Tölvan
býr yfir setningafræði, ekki merkingarfræði. Ef við sláum inn í tölvu
„2 plús 2 jafngilda?" skrifar hún „4“. En hún hefur enga hugmynd um
að „4“ merkja 4 eða nokkuð yfirleitt. Og það sem máli skiptir er ekki
að tölvuna skorti annars stigs upplýsingar um túlkun fyrsta stigs
tákna, heldur verða fyrsta stigs táknin ekki túlkuð að svo miklu leyti
sem tölvunni viðvíkur. Allt og sumt sem tölvan býr yfir eru fleiri
tákn. Að grípa til hugtaksins „upplýsingavinnsla" leiðir mann því
einungis í ógöngur: Annað hvort er „upplýsingavinnsla“ skilgreind
þannig að hún gerir ráð fyrir íbyggni sem hluta af vinnslunni, eða
ekki. Ef fyrri leiðin er farin, þá vinnur forrituð tölva ekki úr
upplýsingum, hún möndlar einungis með formleg tákn. Ef seinni
leiðin er farin má vissulega segja að tölvan vinni úr upplýsingum en
einungis í þeim skilningi sem samlagningarvélar, ritvélar, magar,
hitaskynjarar, slagveður og hvirfilvindar vinna úr upplýsingum;
nefnilega, á tilteknu stigi má lýsa þeim þannig að á einum enda fara
upplýstngar inn, það er unnið úr þeim og loks er upplýsingum skilað
út. En í þessu tilviki veltur það á ytri athugendum að túlka inntakið
og úttakið sem upplýsingar í venjulegum skilningi. Og engin líkindi
tölvu og heila eru leidd í ljós þar sem engin líkindi eru með
upplýsingavinnslunni.
í öðru lagi eru leifar atferlis- eða aðgerðahyggju víða í
gervigreindarfræðunum. Úr því að rétt forritaðar tölvur geta haft
inntak og úttak sem er svipað og hjá mönnum, hættir okkur til að
eigna þeim hugarástand sem er svipað og hjá mönnum. En um leið og