Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 106

Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 106
104 Atli Harðarson HUGUR inni í heilanum dugi til þess, eitt og sér, að kveikja raunverulega hugsun. Til að skapa raunverulega hugsun gæti þurft að herma eftir heilu samfélagi, umhverfi þess og sögu. Að svo miklu leyti sem þessar forsendur eru réttar getur sálfræði trúlega aldrei orðið aðgreind frá sögu og félagsfræði. Það er óljóst að hve miklu leyti mannlegir vitsmunir eru háðir mannlegum skynfærum, sköpulagi og samfélagsgerð. Kannski getur enginn hugsað eins og maður nema hafa mannslíkama og alast upp sem barn í mannlegu samfélagi.21 Sé þetta rétt þá er ef til vill vonlaust að tölva standist nokkurn tíma Turingpróf.22 En þetta útilokar ekki að hægt sé að forrita tölvur þannig að þær hugsi, bendir aðeins til að hugsun þeirra verði að einhverju leyti öðru vísi en hugsun manna. Að svo miklu leyti sem þessar þriðju forsendur nýtast til að sýna fram á að vél geti ekki hugsað eins og maður duga þær til að rökstyðja að vitsmunaverur sem kunna að vera til á öðrum hnöttum geti það ekki heldur, að minnsta kosti ekki ef líkamsbygging þeirra og samfélagsgerð víkur að ráði frá því sem gerist hér á jörð. Engum dettur samt í hug að hægt sé að sanna það með heimspekilegum rökum að íbúar annarra himintungla geti ekki hugsað. Þær forsendur fyrir efasemdum um að hægt sé að gæða tölvu hugsun og skilningi sem ég hef rætt um eru ekkert yfirmáta sennilegar. En hvað sem annars má um þessar efasemdir segja þá er hægt að halda þeim fram án þess að bera á borð neitt dultrúarmoð. * Ég hef látið að því liggja að þótt mannshugurinn sé ekki táknkerfi þá kunni samt að vera mögulegt að gæða tölvu raunverulegri hugsun og raunverulegum skilningi. En hvernig þarf hugsun að vera til að hermilíkan geti fangað allt eðli hennar með þessum hætti? Við þessu hef ég því miður ekki svar. Ég get þó bent á að sumir hlutir og sum verk skilgreinast af hlutverki eða tilgangi og þegar þannig háttar er 21 Þetta er sennilegt ef maður reynir t.d. að hugsa sér að valtari aki yfir tærnar á sér. Hugsunin virðist í því fólgin að kreppa tæmar og bfta saman tönnum og þetta er ekki hægt að gera án þess að hafa tær og tennur. 22 Kenning Turing hefur verið gagnrýnd ítarlega á þessum forsendum af bandaríska heimspekingnum Hubert Dreyfus. Nýlegar útgáfur þessarar gagnrýni eru í Dreyfus & Dreyfus 1986 og 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.