Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 48
46
Alati M. Turing
HUGUR
í stuttu máli má svara þessum rökum svo að þótt sýnt hafi verið
fram á að sérhverri vél séu takmörk sett þá hefur aðeins verið fullyrt,
og það án nokkurra sannana, að mannlegir vitsmunir séu ekki
takmarkaðir með svipuðum hætti. Ég held samt ekki að það sé hægt
að vísa þessum rökum á bug með svo auðveldum hætti. Hvenær sem
spurning af því tagi sem um ræðir er lögð fyrir einhverja vélina og
svar fæst þá vitum við að svarið hlýtur að vera rangt. Þetta fær okkur
til að finnast við hafa yfirburði. Er það blekking að finnast þetta?
Okkur fínnst þetta vafalaust í fullri alvöru, en ég efast um að hægt sé
að gera sér mikinn mat úr því. Sjálf svörum við of mörgum
spurningum rangt til þess að eiga neitt með að vera mjög hróðug yfir
því að vélunum geti skjátlast. Við þetta er því að bæta að þegar vél
svarar rangt þá getum við aðeins fundið til yfírburða yfír þeirri einu
vél sem við höfum haft undir með heldur lítilfjörlegum hætti. Við
getum ekki staðið sigursæl frammi fyrir öllum vélum í senn. í stuttu
máli, það kunna að vera til menn sem eru snjallari en tiltekin vél, en
það kunna líka að vera til aðrar vélar enn snjallari o.s.fr.
Þeir sem halda upp á þessi stærðfræðilegu rök mundu, að ég held,
flestir fallast á hermileikinn sem umræðugrundvöll. Þeir sem taka
fyrstu tvö andmælin alvarlega hafa Iíklega ekki áhuga á neinum
aðferðum til að gera út um málið.
Rök leidd af meðvitund
Prófessor Jefferson setti þessi rök fram með ágætum hætti í Lister
fyrirlestri sem hann flutti 1949. Þar sagði hann:
Við getum ekki fallist á að vél sé jafnoki heilans fyrr en hún getur ort
sonnettu eða samið tónverk út frá hugsunum sínum og tilfinningum,
en ekki bara með tilviljanakenndri uppröðun á táknum. Það dugar
ekki að hún semji þessi verk, hún verður líka að vita að hún hafi
samið þau. Engin vél getur fundið til ánægju yfir vel unnu verki
(þótt hægt sé að beita einföldum brögðum þannig að hún líki eftir
merkjum sem tjá ánægju) eða sorgar þegar rofarnir í henni brenna
yfir. Gullhamrar ylja henni ekki um hjartarætur, henni líður ekki illa
yfir mistökum sem hún hefur gert, kynþokki heillar hana ekki og
hún verður hvorki reið né döpur þótt hún fái ekki það sem hana
vantar.