Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 40

Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 40
38 Alan M. Turing HUGUR Til hægðarauka höfum við lýst reiknivinnu mannsins svo að hann noti bók með reglum. Þetta á sér vitaskuld ekki stoð í veruleikanum. Þeir sem vinna í raun og veru við útreikninga muna hvernig þeir eiga að fara að. Eigi að láta vél herma eftir því sem maður gerir þegar hann vinnur flókna útreikninga þá verður að spyrja hann hvernig hann fer að og þýða svarið sem hann gefur yfir á form skipanatöflu. Það að setja saman skipanatöflu er yfirleitt kallað „að forrita“. Að „forrita vél þannig að hún framkvæmi aðgerð A“ þýðir að setja í vélina skipanatöflu sem lætur hana gera A. Áhugavert tilbrigði við hugmyndina um stafræna tölvu er „stafræn tölva með slembiþætti“. Slík vél býr yfir aðgerðum sem fela í sér teningskast eða eitthvert jafngilt rafrænt ferli. Skipun um slíka aðgerð gæti til dæmis verið „Kastaðu teningnum og settu töluna sem upp kemur í geymslustað númer 1.000“. Stundum er svona vélum lýst svo að þær hafi frjálsah vilja (þótt ég mundi ekki nota það orðalag). Yfirleitt er ekki hægt að komast að því hvort vél býr yfir slembiþætti með því einu að fylgjast með hegðun hennar, því það er hægt að ná fram svipuðum áhrifum til dæmis með því að láta val aðgerða velta á tölustöfunum sem út koma þegar p er reiknað með mörgum aukastöfum. Flestar stafrænar tölvur sem eru til í raun og veru hafa geymslu af endanlegri stærð. Fræðilega er ekkert því til fyrirstöðu að gera ráð fyrir tölvu með óendanlegt geymslurými. Á hverjum tíma getur hún að sjálfsögðu aðeins hafa nýtt endanlegan hluta þess. Sömuleiðis getur aðeins endanlegur hluti þess verið orðinn til, en við getum hugsað okkur að meira rými sé bætt við jafnóðum og þörf gerist. Frá fræðilegu sjónarmiði er svona tölva með óendanlegu geymslurými sérlega áhugaverð. Hugmyndin um stafræna tölvu er gömul. Charles Babbage, sem var Lúkasarprófessor í stærðfræði við háskólann í Cambridge frá 1828 til 1839, hannaði slíka vél en það var aldrei lokið við að smíða hana. Þessi vél var kölluð greiningarvél (the Analytical Engine). Babbage hafði allar grunnhugmyndirnar en á þessum tíma var smíði svona vélar ekki mjög fýsilegur kostur. Vél Babbage hefði áreiðanlega reiknað hraðar en maður en um það bil hundrað sinnum hægar en tölvan í Manchester, sem þó er með hægvirkari nútímatölvum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.