Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 76
74
John R. Searle
HUGUR
staðreyndum eða réðu þeim, inntak, og skilyrði fyrir uppfyllingu;
skoðanir sem gætu verið sterkar eða veikar; taugaveiklaðar,
kvíðafullar eða öruggar skoðanir; kreddukenndar, skynsamlegar eða
hjátrúarfullar skoðanir; blint traust eða hikandi yfirvegun; hverskonar
skoðanir. Hitastillirinn á enga möguleika, ekki maginn heldur og ekki
lifrin, samlagningarvélin eða síminn. En úr því að við höfum tekið
hugmyndina alvarlega er rétt að gefa gaum að því, að væri hún rétt
gerði það út um möguleika róttækrar gervigreindar á að teljast vísindi
um hugann. Því þá væri hugurinn allstaðar. Það sem við vildum vita
var hvað gerði hugann frábrugðinn hitastilli eða lifur. Ef McCarthy
hefði á réttu að standa gæti róttæk gervigreind ekki gert sér minnstu
vonir um að eiga svarið.
2. Vélmennisrökin (Yale)
„Segjum sem svo að við skrifuðum forrit sem væri ólíkt forriti
Schanks. Svo kæmum við tölvu fyrir inni í vélmenni, og þessi tölva
tæki ekki einungis við og skilaði út formlegum táknum, heldur léti
hún vélmennið virka þannig að það gerði eitthvað sem væri mjög líkt
því að skynja, ganga, hreyfa sig, negla nagla, éta, drekka - og hvað
svo sem verkast vill. Vélmennið hefði til dæmis sjónvarpsvél sem
gerði því mögulegt að sjá, hendur og fætur sem gerðu því kleift að
„athafna sig“, og öllu væri þessu stjórnað af „tölvuheilanum“. Ólíkt
tölvu Schanks, byggi slíkt vélmenni yfir raunverulegum skilningi og
annarskonar hugarástandi."
Hér ber fyrst að veita því eftirtekt að með lítt áberandi hætti fallast
vélmennisrökin á að vitsmunir séu ekki bara spurning um formlega
táknavinnslu, þar sem þau bæta við orsakatengslum við ytri heim.9
En svarið við vélmennisrökunum er að með því að bæta við svona
„skynjunar“ og „hreyfi“ -eiginleikum, er engu aukið við sjálfan
skilninginn eða íbyggni almennt hjá forriti Schanks. Þetta verður
ljóst ef við gætum að því að sama ímyndaða tilraunin á við um
vélmennið. Hugsum okkur að í stað tölvunnar inni í vélmenninu sé
ég settur inn í herbergi, og eins og í upphaflega kínverska tilvikinu,
fái ég meira af kínverskum táknum með leiðbeiningum á ensku um
9 Fodor, J. 1980. „Methodological Solipsism Considered as a Research Strategy in
Cognitive Psychology." Behavioral and Brain Sciences 3:1.