Hugur - 01.01.1995, Page 76

Hugur - 01.01.1995, Page 76
74 John R. Searle HUGUR staðreyndum eða réðu þeim, inntak, og skilyrði fyrir uppfyllingu; skoðanir sem gætu verið sterkar eða veikar; taugaveiklaðar, kvíðafullar eða öruggar skoðanir; kreddukenndar, skynsamlegar eða hjátrúarfullar skoðanir; blint traust eða hikandi yfirvegun; hverskonar skoðanir. Hitastillirinn á enga möguleika, ekki maginn heldur og ekki lifrin, samlagningarvélin eða síminn. En úr því að við höfum tekið hugmyndina alvarlega er rétt að gefa gaum að því, að væri hún rétt gerði það út um möguleika róttækrar gervigreindar á að teljast vísindi um hugann. Því þá væri hugurinn allstaðar. Það sem við vildum vita var hvað gerði hugann frábrugðinn hitastilli eða lifur. Ef McCarthy hefði á réttu að standa gæti róttæk gervigreind ekki gert sér minnstu vonir um að eiga svarið. 2. Vélmennisrökin (Yale) „Segjum sem svo að við skrifuðum forrit sem væri ólíkt forriti Schanks. Svo kæmum við tölvu fyrir inni í vélmenni, og þessi tölva tæki ekki einungis við og skilaði út formlegum táknum, heldur léti hún vélmennið virka þannig að það gerði eitthvað sem væri mjög líkt því að skynja, ganga, hreyfa sig, negla nagla, éta, drekka - og hvað svo sem verkast vill. Vélmennið hefði til dæmis sjónvarpsvél sem gerði því mögulegt að sjá, hendur og fætur sem gerðu því kleift að „athafna sig“, og öllu væri þessu stjórnað af „tölvuheilanum“. Ólíkt tölvu Schanks, byggi slíkt vélmenni yfir raunverulegum skilningi og annarskonar hugarástandi." Hér ber fyrst að veita því eftirtekt að með lítt áberandi hætti fallast vélmennisrökin á að vitsmunir séu ekki bara spurning um formlega táknavinnslu, þar sem þau bæta við orsakatengslum við ytri heim.9 En svarið við vélmennisrökunum er að með því að bæta við svona „skynjunar“ og „hreyfi“ -eiginleikum, er engu aukið við sjálfan skilninginn eða íbyggni almennt hjá forriti Schanks. Þetta verður ljóst ef við gætum að því að sama ímyndaða tilraunin á við um vélmennið. Hugsum okkur að í stað tölvunnar inni í vélmenninu sé ég settur inn í herbergi, og eins og í upphaflega kínverska tilvikinu, fái ég meira af kínverskum táknum með leiðbeiningum á ensku um 9 Fodor, J. 1980. „Methodological Solipsism Considered as a Research Strategy in Cognitive Psychology." Behavioral and Brain Sciences 3:1.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.