Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 49

Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 49
HUGUR Reikniverk og vitsmunir 47 Með þessum rökum virðist því neitað að prófið okkar sé marktækt. I sinni öfgafyllstu mynd felur þessi skoðun í sér að eina leiðin til þess að vera viss um að vél hugsi sé að vera sjálfur þessi vél og fínna sig hugsa. Maður gæti þá lýst tilfinningum sínum fyrir öllum heiminum, en auðvitað hefði enginn nokkra ástæðu til að gefa því gaum. Sömuleiðis felur þessi skoðun það í sér að eina leiðin til að vita að maður hugsi sé að vera sá maður. Þetta er í raun sjálfsveru- hyggja (solipsism). Hún er kannski rökréttasta skoðunin en hún torveldar skoðanaskipti. A er vís til að trúa „A hugsar en B hugsar ekki“ meðan B trúir „B hugsar en A hugsar ekki.“ í stað þess að þrasa endalaust um þetta efni er til siðs að álíta að allir hugsi. Ég er þess fullviss að prófessor Jefferson vill ekki ganga út í öfgar og halda fram sjálfsveruhyggju. Sennilega væri hann til í að nota hermileikinn til að skera úr. Svona leikur (þar sem leikmanni B er sleppt) er stundum kallaður „munnlegt próf‘ og þá notaður til að komast að því hvort viðmælandi skilji eitthvað í raun og veru eða hafi bara „lært það eins og páfagaukur“. Hlustum á smá hluta af svona munnlegu prófi: Sp.: Sonnettan þín hefst á línunni „Skal líkja þér við ljósan sumardag?". Væri ekki eins gott, eða jafnvel betra, að segja „vordag“? Sv.: Það passar ekki við bragarháttinn. Sp.: Hvað með „vetrardag“? Það er bragfræðilega rétt. Sv.: Já en enginn vill láta líkja sér við vetrardag. Sp.: Mundir þú segja að herra Pickwick minni þig á jólin. Sv.: Á vissan hátt. Sp.: Jóladagur er um vetur og ég held að herra Pickwick hefði ekkert á móti þessari samlíkingu. Sv.: Þér getur ekki verið alvara. Þegar maður talar um vetrardag þá á maður við dæmigerðan vetrardag en ekki óvenjulega daga eins og jólin. Og þannig heldur samtalið áfram. Hvað segði prófessor Jefferson ef vél sem yrkir sonnettur gæti svarað svona á munnlegu prófi? Ég veit ekki hvort hann liti svo á að vélin „líki eftir merkjum sem tjá“ þessi svör. En ef vélin gæfi jafngóð svör og í samræðunni hér að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.