Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 51

Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 51
HUGUR Reikniverk og vitsmunir 49 stærðfræðilegri nákvæmni.) Fyrir fáeinum árum síðan höfðu menn litlar spurnir af stafrænum tölvum og þá var hægt að fá þá til að hrista hausinn vantrúaðir með því að nefna eiginleika þeirra án þess að lýsa því hvernig þær eru byggðar. Þetta var trúlega vegna svipaðrar notkunar á vísindalegri aðleiðslu, sem vitaskuld er að mestu leyti ómeðvituð. Ég álít að þegar brennt barn forðast eldinn þá beiti það vísindalegri aðleiðslu. (Ég gæti líka lýst hegðun þess á marga aðra vegu.) Verk og venjur mannkynsins virðast ekki vera vel til þess fallin að beita á þau vísindalegri aðleiðslu. Það verður að rannsaka mjög stóran hluta tímarúmsins til að fá fram áreiðanlegar niðurstöður. Annars er hætta á að við ályktum (eins og flest ensk börn gera) að allir tali ensku og það sé asnalegt að læra frönsku. Nokkra hluti er rétt að athuga í sambandi við vanhæfni af því tagi sem hér hefur verið nefnd. Lesandanum virðist það kannski léttvægt að geta ekki notið jarðarberja með rjóma. Kannski er mögulegt að búa til vél sem hefur yndi af að borða þennan ágæta rétt, en tilraunir til að gera það væru hálfvitalegar. Það sem gerir þessa vanhæfni mikilvæga er hvernig hún ýtir undir ýmsa aðra vanhæfni. Hún gerir það til dæmis erfiðara en ella að láta sams konar vináttu þróast milli manns og vélar eins og milli tveggja hvítra manna eða tveggja blökkumanna. Sú fullyrðing að „vélar geti ekki gert mistök" er skrýtin að sjá. Það er freistandi að spyrja, „Eru þær eitthvað lakari fyrir þá sök?“ En við skulum sýna meiri skilning og reyna að átta okkur á hvað er raunverulega meint með þessu. Ég held að það sé hægt að skýra þessa gagnrýni með tilvísun til hermileiksins. Því er haldið fram að spyrillinn gæti þekkt vélina frá manninum einfaldlega með því að leggja fyrir þau nokkur reiknisdæmi. Nákvæmni vélarinnar kæmi upp um hana. Við þessu er einfalt svar. Vélin (sem hefur verið forrituð til að leika þennan leik) mundi ekki reyna að gefa rétt svör við reiknisdæmunum. Hún mundi viljandi láta villur fljóta með og hafa þær þannig að þær rugli spyrilinn. Bilun í vélbúnaðinum kæmi trúlega fram í því að vélin tæki óheppilegar ákvarðanir um hvers konar reiknivillur hún ætti að gera. Jafnvel með þessari túlkun er þeirri gagnrýni sem um ræðir ekki sýndur nægilegur skilningur. En hér er ekki rúm til að fjalla frekar um það efni. Mér virðist gagnrýnin byggjast á því að rugla saman tvenns konar mistökum. Við getum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.